Ég hef verið að skoða lögin um stjórnlagaþing og þá sérstaklega hvernig kosið er og útreikninga og úthlutun þingsætanna.
Ég verð bara að viðurkenna það að ég skil ekki hvernig á að komast að því hvernig frambjóðendur raðast eftir atkvæðafjölda.
Þó læðist að mér hugboð að atkvæðin séu misverðmæt hvort, kjósandinn setur frambjóðandann í 1 eða 10 sætið. Og það er ekki samkvæmt reglunni um jafna aðstöðu í kosningum. Þetta er nefnilega hvorki listakosning eða prófkjör. Þetta er einstaklingskosningar.
Ég hef borið þetta undir fræðimann doktor í stærðfræði og tölvufræði frá virtum erlendum háskóla og hann er ekki búinn að ná þessu til fullnustu en er nú að búa sig undir að kynna sér þetta kerfi.
Ég verð bara að segja það eins og er að mér finnst mjög óþægilegt að þurfa að taka þátt í kosningu þar sem ég átta mig ekki á hvernig kerfið virkar.
Svona atkvæðagreiðsla verður að vera gegnsæ og einföld og almenningur verður að geta skilið útreikningana.
523 í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.10.2010 | 19:05 (breytt kl. 19:26) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 62
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 212
- Frá upphafi: 573530
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 176
- Gestir í dag: 58
- IP-tölur í dag: 58
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef mér skjátlast ekki þá virkar kerfið þannig að fjöldi atkvæða / sætisfjölda (26) skili þeim atkvæða fjölda sem gerir frambjóðanda öruggann inn.
Þegar frambjóðandi í 1. sæti hefur fengið fleiri atkvæði en töluna sem kemur útúr þessari reikniformúli þá flyst atkvæðið yfir á frambjóðanda í sæti 2.
Ef frambjóðandi á listanum fær of fá atkvæði til að komast áfram þá flyst atkvæðið á næsta frambjóðanda.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 22:16
Það virðist ekki vera lagaskylda að kjósa 26 frambjóðendur og botnnýta atkvæðaseðilinn.
Þannig að í upphafi kosninga liggur hámarksfjöldi atkvæða fyrir þ.e.a.s 26x kjósendafjöldi, en óljóst hvernig kjósendur nýta sjálft atkvæðið.
Þannig virðist kjósandi aðeins þurfa að kjósa einn ef hann vill hafa það svo.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.