Útgerðir eiga ekki fyrir suðuvír?

Þetta er einkennileg framsetning á alvarlegum ágreiningi um stórmál sem maðurinn setur fram. Það er eins og öll útgerð hætti þó verið sé að ræða breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.

Þetta er bara ómerkilegt áróðursbragð. Það sjá allir í gegn um svona lagað.

Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir því að útgerðir geti aflað sér réttinda til að veiða gegn hóflegu gjaldi.

Leiguliðum í  landbúnað hefur ekki verið vorkennt þó menn hafi þurft að greiða leigugjald af ábúðajörðum sínum. Veiðamenn við ár og vötn hafa þurft að greiða fyrir veiðileyfið.

Ætli aðal ástæðan sé ekki sú að útgerðir eiga ekki fyrir suðuvír. Eða hvernig er skuldastaðan með þessi stóru og dýru skip? Standa nokkrar veiðar undir öllu þessu fjármagni?


mbl.is Líkir ráðherra við leikskólakrakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband