Svona líta reglurnar út um talningu atkvæða. Lög nr. 90 25. júní 2010
14. gr. [Úthlutun sæta, útgáfa kjörbréfa og úrskurðir í ágreiningsmálum.]1)
[Úthlutun sæta ræðst af eftirfarandi aðgerðum:
1. Meinbugir á útfyllingu kjörseðils:
a. Sé efsta vallína auð telst kjörseðillinn ógildur.
b. Sé vallína auð eða hún ekki rétt útfyllt telst seðillinn ekki ógildur af þeim sökum en aðeins skal taka tillit til útfyllingar í vallínum fram að auðu línunni en ekki til þeirra sem á eftir kunna að koma.
c. Tvítekin auðkennistala gerir seðil ekki ógildan en aðeins skal taka tillit til vallína fram að fyrstu endurtekningu tölunnar en ekki annarra lína.
d. Ef ekkert val verður lesið af kjörseðli vegna atvika sem að framan greinir telst kjörseðillinn ógildur.
2. Sætishlutur: Ákvarða skal sætishlut með þeim hætti að deila fyrst heildartölu gildra kjörseðla með 26. Tekið skal heiltölugildið af útkomunni, þ.e. leif skal felld brott. Að því búnu skal bæta einum við og nefnist sú útkoma sætishlutur.
3. Flokkun kjörseðla: Kjörseðlar skulu flokkaðir í bunka eftir nöfnum þeirra frambjóðenda sem tilgreindir eru að 1. vali á seðlunum.
4. Gildistölur: Ákvarða skal atkvæðisgildi kjörseðla í hverjum bunka. Í upphafi er atkvæðisgildi allra seðla jafnt einum en síðar fer að ákvæðum 6. tölul. um hugsanlegar breytingar á atkvæðisgildum. Með atkvæðatölu frambjóðanda er átt við samtölu atkvæðisgilda allra kjörseðla í bunka hans á hverju stigi úthlutunarinnar.
5. Úthlutun sæta: Jafnóðum og í ljós kemur að atkvæðatala frambjóðanda er jöfn eða hærri en nemur sætishlutnum skal frambjóðandanum úthlutað sæti. Á þetta við hvort sem er í upphafi eða síðar þegar beitt er ákvæðum 6. og 7. tölul.
6. Færsla umframatkvæða: Hafi frambjóðandi hlotið atkvæðatölu umfram sætishlut skal færa hvern einstakan kjörseðil hans í bunka þess frambjóðenda sem næstur er nefndur í forgangsröð á seðlinum og er meðal þeirra sem enn koma til álita að hljóta sæti. Sé engan frambjóðanda að næsta vali að finna skal leggja slíkan seðil til hliðar. Að öðru leyti fer um færslu seðlanna sem hér segir:
a. Ákvarða skal umframhlutfall hjá frambjóðanda sem seðlar eru færðir frá. Fæst það með því að deila þeim hluta af atkvæðatölu frambjóðandans sem er umfram sætishlut með óskertri atkvæðatölu hans. Endurmeta skal atkvæðisgildi viðkomandi seðla með því að margfalda fyrra atkvæðisgildi hvers þeirra með umframhlutfallinu.
b. Hafi fleiri en einn frambjóðandi atkvæðatölu umfram sætishlut skal fyrst færa seðla frá þeim sem hæsta hefur atkvæðatöluna og síðan koll af kolli. Að lokinni færslu skal aðgæta hvort þá hafi bæst í hóp þeirra frambjóðenda sem náð hafa sætishlut. Skal þá ganga úr skugga um hver umræddra frambjóðenda er nú með hæstu atkvæðatöluna áður en aftur er valinn sá þeirra sem næst skal færa seðla frá.
7. Útilokun: Komi að því að enginn frambjóðandi sem til álita kemur að hljóta sæti uppfyllir ákvæði 5. tölul. skal finna þann frambjóðanda sem þá hefur lægstu atkvæðatölu. Sá frambjóðandi kemur ekki lengur til álita við úthlutun sæta, sbr. þó 2. mgr. Kjörseðlar í bunka hans skulu allir færðir í bunka þeirra frambjóðenda sem enn koma til álita og næstir eru nefndir í forgangsröð á umræddum seðlum, sbr. ákvæði 6. tölul. Sé engan slíkan að finna skal leggja þann seðil til hliðar.
8. Lok úthlutunar: Beita skal ákvæðum 6. og 7. tölul. svo lengi sem við á en þó þannig að ákvæði 6. tölul. hafi ávallt forgang. Þegar tala þeirra frambjóðenda sem enn koma til álita að hljóta sæti er orðin jöfn tölu þeirra 25 sæta sem eftir er að ráðstafa skal sætunum úthlutað til þessara frambjóðenda án frekari útreikninga.
9. Nákvæmni í reikningi: Útreikningar á atkvæðisgildum, atkvæðatölum og umframhlutföllum skulu gerðir með fimm tugabrotsstöfum. Ekki skal taka tillit til tugabrotsstafa umfram fimm í útkomutölum.
10. Hlutkesti: Reynist einhverjar atkvæðatölur sem hafa áhrif á framvindu röðunarinnar jafnstórar skal hluta um þær.
Hafi frambjóðendur af öðru kyninu fengið úthlutað færri en tíu sætum eða sem nemur tveimur fimmtu allra þingsæta skal úthluta sætum til þeirra frambjóðenda sem næstir eru í röðinni af því kyni, sé þá að finna, þangað til hlutfall þeirra nemur að minnsta kosti tveimur fimmtu allra fulltrúa. Heildartala þingfulltrúa skal þó aldrei vera hærri en 31. Þetta skal gert með því að horfa til atkvæðatalna frambjóðenda þess kynsins sem hallar á eins og þær voru næst á undan því að útilokunarákvæði 7. tölul. 1. mgr. var beitt hvað þá snertir. Sætum skal úthlutað til þeirra sem höfðu þessar atkvæðatölur hæstar.]1)
Að lokinni talningu og úthlutun sæta birtir landskjörstjórn greinargerð um úrslitin opinberlega og boðar frambjóðendur til stjórnlagaþings til fundar. Þar lýsir hún úrslitum kosninganna og gefur út kjörbréf handa þjóðkjörnum fulltrúum á stjórnlagaþingi. Eftir að kjörbréf hafa verið afhent tilkynnir landskjörstjórn forseta Alþingis um niðurstöðu kosninganna og sendir nöfn hinna kjörnu fulltrúa til birtingar í Stjórnartíðindum.
Nú er ágreiningur um kjörgengi frambjóðanda til stjórnlagaþings sem náð hefur kjöri og sker landskjörstjórn þá úr.
1)L. 120/2010, 4. gr.
Skilur einhver þetta?
Hér eru einfaldir hlutir gerðir flóknir og það væri rétt að höfundarnir gæfu sig fram og svöruðu því af hverju þetta er gert svona flókið.
Ég hélt að það væri bara eðlilegast að kjósandinn merkti við 25 nöfn. Þeir sem fengju flest atkvæði væru rétt kosnir og ef einhverjir frambjóðendur væru jafnir þá væri bara dregið um það.
Flóknar kosningar til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.10.2010 | 17:12 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 64
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 214
- Frá upphafi: 573532
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 178
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ég hélt að það væri bara eðlilegast að kjósandinn merkti við 25 nöfn. Þeir sem fengju flest atkvæði væru rétt kosnir og ef einhverjir frambjóðendur væru jafnir þá væri bara dregið um það."
Auðvitað ætti það að vera þannig. En þú verðuráð átta þig á að við búum ekki í lýðræðisríki og báðir flokkar í ríkisstjórn hata lýðræði.
Reglurnar hafa tvímælalaust verið gerðar ógegnsæjar til að kosninganefnd geti hagrætt niðurstöðunum, án þess að almenningur fái nokkuð um það að segja. Annars eru þessar kosningar gallaðar og ekki réttlátar,úr því að það er kynjakvóti innbyggður í útreikningum.
Vendetta, 21.10.2010 kl. 17:38
Ég er hræddur um að atkvæðið mitt verði bútað niður í sætishluta. Síðan er búin til einhver gildistala.
Þá er talað um færslu umframatkvæða ( samanber umframmjólk ).
Síðan eru kjörseðlarnir settir í stokk, og maður veit aldrei hvenær teljarar fara og stokka upp seðlana og halda að þeir séu komnir í póker ef þeim leiðist talningin.
Svona er þetta þvælt fram og aftur.
Hér koma til með að upphefjast langvinn málaferli út af talningu og úrslitum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.