Árið 2008 fórum við hjónin í ferðalag með Ferðafélagi Íslands í Jökulfirði. Voru viðkomustaðir okkar Aðalvík, Hesteyri og Grunnavík.
Eins og títt er um svona ferðir voru haldnar kvöldvökur upp á gamla móðinn með upplestrum söng og hljóðfæraslætti. Ólöf Sigurðardóttir fararstjóri FÍ las upp úr dagbókarfærslum séra Jónmundar Halldórssonar á Stað í Grunnavík.
Það vakti athygli mína að séra Jónmundur hafði eitt sinn í október að mig minnir í kring um 26. bundið hey og flutt heim, en kýr voru komnar á innistöðu. Þetta var votaband og velti ég þessu fyrir mér.
Daginn eftir áttaði ég mig á því að með þessu var presturinn að lengja þann tíma sem kýrnar fengu ferskt fóður og í raun var hann að stytta gjafartíma á þurru heyi. Og þarna er ef til vill komin skýringin á því að menn gátu þraukað á þessu svæði með búfé á innistöðu í lengri tíma en gerðist að meðaltali á landinu.
Ég rifjaði upp að í mínu ungdæmi var háin oft lögð í garða seint á haustin og einatt kom hret í hana, og þá var hún bara gefin kúnum beint af túninu þar til hún var upp kláruð eða hún fór undir snjó.
Þá man ég eftir að hafa heyrt sögu, ég man nú ekki hver sagði mér hana, að slegin hafi verið stör á svelli á tjörn í landi jarðarinnar Hvammi í Vatnsdal.
Víst er um það, að bændur hafa alltaf reynt að bjarga sér í þessu landi og er það vel.
Túnin slegin í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.10.2010 | 18:56 (breytt 20.10.2010 kl. 22:31) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 135
- Sl. sólarhring: 205
- Sl. viku: 285
- Frá upphafi: 573603
Annað
- Innlit í dag: 130
- Innlit sl. viku: 248
- Gestir í dag: 130
- IP-tölur í dag: 130
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.