Speakers Corner er við Hyde Park í Lundúnum. Þar kom ég eitt sinn á ferðalagi og dvaldi þar um stund. Þar halda menn ræður yfir fólkinu en ég veit ekki hvaða kerfi er á þessu, hvor viðkomandi greiðir fyrir aðstöðuna eða ekki. En allavega var skipulag í gangi og talaði einn í einu og fólkið hlýddi á.
Þetta var skemmtilegt umhverfi og menn héldu ræður af eldmóði og komu fram með sín sjónarmið. Hafði almenningur mjög gaman af þessu og var alltaf reytingur af fólki þarna.
Einnig sá ég mann með spjald framan á sér þar sem hann lagði áherslu á að menn hlustuðu á sig annað hvort núna eða aldrei. Þetta var lifandi umhverfi. Það greip mann sterk löngun að standa upp og halda ræðu í heyrandi hljóði.
Á Lækjartorgi í gamladaga man ég eftir ,,Karlinum á kassanum" en hann stóð á trékassa og prédikaði. Þetta var alltaf sami maðurinn.
Þegar ég stofnaði þessa bloggsíðu ákvað ég að vera með á forsíðu mynd af mér á þessu horni Speakers Corner og þannig hef ég verið hér eins og Karlinn á kassanum í Reykjavík og London.
Ég geri það að tillögu minni að svona fyrirkomulag verði reynt við turninn á Lækjartorgi og ég er nærri viss um að menn mundu borga fyrir það að fá að tala í 10 mínútur eða korter.
Ég held að það sé mikið framboð á skoðunum og þörf fyrir að láta þær í ljós og ekkert er eins skemmtilegt og að hafa áheyrendur. Þetta gæti lífgað upp á Lækjartorg. Sennilega væri nú betra að fara á stað með svona verkefni að vori.
Turninn til leigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.10.2010 | 21:29 (breytt 28.1.2013 kl. 21:19) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 282
- Sl. sólarhring: 343
- Sl. viku: 432
- Frá upphafi: 573750
Annað
- Innlit í dag: 267
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 254
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég styð heilshugar þessa hugmynd þína Þorsteinn, hún er brilljant... og það á ekkert að bíða fram á vor, það á að virkja þessa hugmynd núna strax vegna þess að það er mikill hiti í fólki og öllu samfélaginu núna í dag, og full þörf á svona stað í þessum líka fullkomna umhverfi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.10.2010 kl. 21:52
Það verða nú að vera fastar og hnitmiðaðar reglur um þessa starfsemi, sem allir varða að hlýða.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.