Þetta er merkilegt mál og áhugavert út frá lögfræðilegu sjónarhorni.
Það er grundvallar misskilningur hjá lögmanni fv. forsætisráðherra að málið sé rekið fyrir Alþingi og þess vegna getur Alþingi ekki fellt málið niður.
Ágreiningurinn liggur í því hvort afgreiða eigi kosningu saksóknara samtímis og ákæran er afgreidd.
Það er ekkert borðliggjandi í lögunum um Landsdóm að svo skuli vera, aðeins sagt ,, jafnframt", en ekkert kveðið á um það hvort það megi dragast eitthvað fram yfir réttir eftir að bændur eru komnir úr göngum og svoleiðis.
Þetta er að vísu gild athugasemd og verður sjálfsagt tekist á um hana fyrir dómi í upphafi málsins.
Væntanlega gerir lögmaðurinn þessa athugasemd strax til að fyrirbyggja að málið ónýtist fyrir dómi.
Það er tilgangslaust að vera reyna þæfa þetta mál á þessum forsendum, því það er alltaf hægt að endurflytja þingsályktunina og kjósa þá saksóknara í leiðinni ef það er eindregin vilji Alþingis.
Hvort svo fv. forsætisráðherra verði sýknaður eða sakfelldur er ómögulegt að segja.
En allavega mátti ekki hafa hátt um minnisblað Björgvins G. Sigurðssonar fv. viðskiptaráðherra þegar hann vildi láta skipa samvinnunefnd í þessi Hrunmál á ríkistjórnarfundi.
Þannig að eitthvað er nú gruggugt við þetta mál allt saman ef fv. forsætisráðherra vill ekki ganga fyrir Landsdóm og skýra mál sitt.
Það er víst ógurlegur kvíði í Sjálfstæðismönnum yfir þessu máli en geta verður þess að það er ástæðulaust að persónugera þetta mál.
Hér er verið að takast á um form og stjórnmálaaga ráðherravalds og ábyrgðar gagnvart borgurum Lýðveldisins Íslands.Kemur til kasta landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.10.2010 | 17:46 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.