Sennilega er ekki skynsamlegt að kalla Mafíuna aftur yfir sig og tilgangslaust að efna til kosninga.
Best er að Íslendingar ráði ráðum sínum og fari að halda reglulega fundi þar sem mönnum verið frjálst að halda sínar ræður og komast að einhverri niðurstöðu hvernig við viljum hafa hlutina.
Hætta ofbeldi og rúðubrotum.
Á Sturlungaöld voru kirkjur virtar sem griðastaður og kölluðu forfeður okkar ekki allt ömmu sína.
En á þeirri tíð voru valdsmenn dregnir fyrir dómstóla og dæmdir fyrir að gera almenningi miska.
Þannig fékk Sturla Sighvatsson útlegðardóm og Órækja Snorrason einhvern dóm.
Ég held að það sé best að hætta við þetta stjórnlagaþing og vera með almennan fundi vítt og breytt um landið og slíta ekki fundi fyrr en mælendaskrá er tæmd og tillögur liggja fyrir um hvað á að gera.
Stjórnarskrá okkar er að mörgur leyti ágæt og virkaði í Icesavemálinu, þó þar hafi verið um 66 ára gamalt ákvæði að ræða sem aldrei hafði verið notað.
Góðar stundir.
Rúður brotnar í þinghúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.10.2010 | 23:06 (breytt kl. 23:11) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 326
- Sl. sólarhring: 371
- Sl. viku: 476
- Frá upphafi: 573794
Annað
- Innlit í dag: 302
- Innlit sl. viku: 420
- Gestir í dag: 293
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert að tala þarna um beint og milliliðalaust lýðræði ekki satt? http://lydveldi.is/aboutus/anaud.aspx
Ástþór Magnússon Wium, 5.10.2010 kl. 09:18
Ástþór þakka þér fyrir innlitið.
Ég er að tala um fulltrúalýðræðið og nauðsyn þess að fólk byggi upp einhverskonar félagskerfi fyrir málefni sín og ræði sig til niðurstöðu.
Ég hef starfað í elsta búnaðarfélagi landsins Búnaðarfélagi Svínavatnshrepps stofnað 1842 og var formaður þess um skeið. Þar var mjög sterk umræðuhefð og félagsform og tillögur afgreiddar með atkvæðagreiðslu.
Sama átti við um Samvinnuhreyfinguna.
Nú virðist mér þetta allt í lausu lofti hvernig mál eru afgreidd.
Stjórnmálasamtök leggja ekki vinnu í félagstarf nema að takmörkuðu leiti.
Leiðarþing eru ekki haldinn. ( Fundur þingmanna að afloknu Alþingi ).
Formenn verkalýðshreyfinga koma í fjölmiðla og segja eitthvað og engin veit hvað liggur að baki þess.
Frægt er þegar atkvæðagreiðslu kerfi Alþingis var breytt þannig að menn ýttu á hnapp til að greiða atkvæði. Og þá hélt Árni Johnsen að hann gæti greitt atkvæði fyrir Matthías Bjarnason af því að hann hafði vikið sér frá.
Fv. forsætisráðherra virðist ekki vita að honum ber að halda ríkistjórnarfundi um mikilsverð málefni samkvæmt 17. grein stjórnarskrárinnar. Það virðist að menn haldi að það sé nóg að tala um málið við einhvern í síma.
Vissulega hafa sprottið upp hreyfingar sem eru að fást við brýn aðkallandi samfélagsleg verkefni sem betur fer.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.10.2010 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.