Á fundi ríkistjórnarinnar 12. ágúst 2008 lagði Björgvin G. Sigurðsson fram minnisblað, dagsett sama dag, þar sem fjallað er um fjármálastöðugleika og skipun sérstakrar nefndar. Lagði Björgvin til að skipuð yrði nefnd sem myndi skila tillögum sem ætlað væri að ná þeim markmiðum að auka stöðugleika fjármálakerfisins, draga úr líkum á því að fjármálafyrirtæki lenti í erfiðleikum og jafnframt að draga úr áhrifum þess ef fjármálafyrirtæki lenti í erfiðleikum.
Björgvin lagði jafnframt til að hann skipaði formann nefndarinnar en að í nefndinni ættu jafnframt sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Fjármáleftirlits og Seðlabanka Íslands.
Tillaga Björgvins fékk engar undirtektir í ríkisstjórninni.
Heimild skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis.
Í stjórnarskrá Lýðveldisins segir og Alþingi ber að standa vörð um;
17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
Um ofangreint minnisblað bar brýna nauðsyn að halda sérstakan ráðherrafund og bar forsætisráðherra að boða hann svo fljótt sem kostur var. Það gerði hann ekki og virðis það brjóta í bága við 17. grein stjórnarskrárinnar.
Landsdómur tekur væntanlega afstöðu til þess hvort það teljist saknæmt.
Nú ætti Björgvin að taka þetta minnisblað með sér þegar hann kemur til Alþingis og taka þingmenn á eintal og sýna þeim minnisblaðið.
Björgvin kemur aftur inn á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.9.2010 | 21:09 (breytt kl. 21:21) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 241
- Sl. sólarhring: 525
- Sl. viku: 1042
- Frá upphafi: 570339
Annað
- Innlit í dag: 230
- Innlit sl. viku: 944
- Gestir í dag: 229
- IP-tölur í dag: 227
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.