Afar slæm skilaboð út í þjóðfélagið frá fangelsisstjóra Litla-Hrauns

Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni segir að lög um ráðherraábyrgð séu úrelt og málið  sé grafalvarlegt og það sé fráleitt að sækja fjóra fyrrverandi ráðherra til saka fyrir landsdómi samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð.

Sérlögin ( l.nr. 4 1963 ) setja tvenns konar skilyrði fyrir ábyrgð ráðherra, hlutlæg og huglæg. Fyrrnefndu skilyrðin eru, að ráherra hafi framið 1) stjórnarskrárbrot, 2) brot á öðrum  landslögum eða 3) brot gegn góðri ráðsmennsku, þ.e. fyrirsjáanlega stofnað heill almennings eða einstaklings í hættu.

Síðarnefndu skilyrðin eru , að brotin hafi verið framin annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Brot gegn lögunum getur varðað varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.

Alþingi eitt hefur málshöfðunarrétt gegn ráðherra út af embættisrekstri hans og skal ákvörðun Alþingis þar um gerð með þingályktun. Heimild lögbókin þín, Björn Þ. Guðmundsson

Lög um ráðherraábyrgð og landsdóm eru ekki úrelt og það er fráleitt að Margrét fangelsisstjóri á Litla-Hrauni geti sýnt fram á að þau séu úrelt ekkert frekar en að almenn hegningarlög séu úrelt. Lögin eru öryggisventill almennings vegna athafna eða athafnaleysi ráðherra varðandi almannahag.

Málflutningur fangelsisstjórans eru mjög skaðlegur að mínu mati, varðandi aga í þjóðfélaginu og alla allsherjarreglu og sætir furðu.

Lög eru í gildi þar til þeim er breytt við þau aukið, eða þau felld niður. Dómarar dæma eftir lögum hver sem hlut á að máli. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð.


mbl.is Fráleitt að sækja ráðherrana til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það má heldur ekki gleymast að þau njóta friðhelgi frá venjulegum refsilögum sem við almennir borgarar njótum ekki.

Einar Guðjónsson, 12.9.2010 kl. 20:51

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Einar já var það ekki og því höfum við ekkert val þegar refsa þarf þessum landráðamönnum en því miður eru þau enn að í þinginu að fremja landráð Jóhanna, Össur og Steingrímur með liðið flest hangandi á rófunni!

Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 21:07

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sigurður, ég er óánægður með þessi ummæli þín um landráð og þú skaðar persónu þína mest með því að við hafa þau. Margt annað, sem kemur frá þér er athygli vert.

Hver persóna er saklaus uns sekt hennar er sönnuð.

Og Einar. Ráherrar njóta ekki friðhelgi frá almennum hegningarlögum. Ef þeir eru teknir fullir á bíl þá missa þeir bílprófið og fá sektir ef þeir berja menn.

Sérlögin eiga að eins við um pólitísk embættisbrot.

En það er ekki hægt að sækja þá til saka fyrir það sem þeir segja inn í þinginu, þar njóta þeir þinghelgi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.9.2010 kl. 07:09

4 Smámynd: Ólafur Als

Ég var feginn að Margrét skyldi koma fram með sinn málflutning - vont þegar skapast einrómur um málefni, sem eðli málsins samkvæmt eru marghliða. Inntak laganna, þ.e. að varna því að ráðherrar fremji vítaverð afglöp (...) eru væntanlega flestir sammála um en umgjörðin er gagnrýnd sterklega og gefur tilefni til þess að halda að niðurstaða lögsóknar, yrði ráðherra sakfelldur, verði kærð til mannréttidómstóls. Ég sé ekki annað en að þar myndi áfellisdómur landsdóms verða hnekkt á formatriðum einum sér.

Fjórmenningarnir hafa nú þegar sætt refsingu. Þeir standa utan stjórnmálanna (að e.t.v. ISG undanskilinni), sannleiksskýrslan gagnrýndi þeirra verk harðlega og almenningur hefur fyrir margt löngu kveðið upp sinn dóm. Þeir eiga ekki endurkvæmt til opinberra starfa - munu ef að líkum lætur aldrei fá æru sína aftur. Það er í mínum huga meiri en næg refsing, jafnvel of mikil en ræði það nú ekki frekar.

Þá stendur efiir sá rauði þráður að eitthvað megi af þessu læra, Alþingi til handa og þeim sem þar starfa og stjórnkerfinu öllu. Refsihugur almennings má ekki verða til þess að rifrildi um fjórmenningana muni aftra endurbóastarfi Alþingis. Mér sýnist sem menn séu enn einu sinni komnir vel á veg með það að slá sínar hefðbundnu pólitísku keilur til þess að vinna sínum málum góðan framgang og er það hið versta mál - e.t.v. byggt á því að sumir telja sig boðbera hinna einu sönnu siðferðiviðhorfa. 

Ólafur Als, 13.9.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband