Veikleiki þessarar ríkistjórnar er að það er engin Suðurnesjamaður ráherra í ríkistjórninni þ.e. Suðurkjördæmi. Þannig það er engin sérstakur ráðherra, sem heldur uppi málstað þess fólks sem býr í kjördæminu.
Vitað er að atvinnuástand er erfitt á þessu svæði. Þess vegna verður að líta til þeirra sjónarmiða þegar svona mál eru skoðuð. Varasamt er að gera Suðurnesjamenn reiða og fá þá upp á móti ríkistjórninni því það er viðbúið að þeir fari þá í það sem er kallað ,, Keflavíkurgöngu", og gamlir Allaballar gætu óvart slegist í hópinn.
Eftir því sem mér skilst er þetta fyrirtæki óháð verktakafyrirtæki sem rekur og þjálfar flugmenn.
Það sem þarf að athuga er bakgrunnur fyrirtækisins, þ.e hverra manna það er. Hvort þetta flug mundi samrýmast öðru flugi á Norður-Atlandshafi og hvort það mundi trufla hefðbundið flug. Ef svo væri ekki sé ég ekki annað en þetta gæti gengið
Við fengum Keflavíkurmannvirkin sem bætur vegna viðskilnað Bandaríkjahers þegar hann yfirgaf landið. Það er ekki óeðlilegt að við reynum að hafa arð af þessum mannvirkjum og skapa atvinnutækifæri fyrir fólk. Mikil hefð er á Suðurnesjum fyrir svona starfsemi.
Þá gætum við hugsanlega tekið hluta af leigugjaldi í formi eftirlitsflugs og það mundi að mínu mati styrkja sjálfstæði okkar að þurfa ekki að leita til annar með það.
Þessar flugvélar bera ekki vopn í því hlutverki sem þær koma til að gegna hér og væru aðeins viðbót við atvinnuflóru landsins.
Ögmundur mun skoða málefni ECA faglega og vandlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.9.2010 | 09:26 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kemur þannig út fyrir okkur Suðurnesjamenn að allt sé gert til að bregða fæti fyrir okkur ef upp koma tækifæri í atvinnusköpun. Skelfilegt bara!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.9.2010 kl. 09:55
Samkvæmt fréttinni ætlar Ögmundu að skoða málið.
Það er engin að bregða fæti fyrir ykkur Suðurnesjamenn.
Það þykir öllum vænt um ykkur Sigurbjörg.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.9.2010 kl. 11:13
Þér vonandi Ekki meirihluta ríkisstjórnarinnar
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.9.2010 kl. 11:22
Góð hugmynd hjá þér, þetta með eftirlitsflugið, en eins og allir vita þá er landhelgin nánast eftirlitslaus, flugvélin í mexikóflóa eða Guð veit hvar og skipið við strendur Afríku í tíma og ótíma.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 13:07
Það er gott hjá Ögmundi að leggjast yfir þetta og kynna sér þetta, enda er hann nýtekinn við. Annað væri óábyrgt að hans hálfu. Það væri mikill akkur að fá þetta fyrirtæki til Íslands enda eigum við eitthvað sem þeir geta notað, húsnæði og flugvöll. Um meira er ekki beðið, nema þegar auglýst verður eftir starfsfólki og útboðum í hin ýmsu verkefni á vegum félagsins.
Best að taka yfirvegaða ákvörðun um þetta mál og ég hlakka til að heyra niðurstöðu ráðherra í þessu enda málið langt komið og ekki mikið mál fyrir okkur Íslendinga að hýsa þessa flugsveit hérna enda algjörlega óvopnuð og gerir hér ekkert nema að sinna viðhaldi á flugvélum og stunda flugæfingar.
Kári Kárason (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.