Komið hefur fram í fréttum að seyra hefur verið losuð í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þessi mál virðast vera í lamasessi í þjóðgarðinum.
Upplýst er í fundargerðum Þingvallanefndar að heildar úttekt standi fyrir dyrum á ástandi rotþróa á svæðinu, samhliða vinnu við endurnýjun lóðarleigusamninga.
Á Stöð 2 var sagt frá þessum deilumálum og hægt er að sjá fréttina Vísir.is. Þar segir:
,,Tekin voru sýni úr sex bústöðum á þriðjudag. Helmingur þeirra reyndist innihalda gerlafjölda yfir heilsufarsmörkum, og í einu þeirra var greinileg saurgerlamengun.
Heilbrigðiseftirlitið telur þó ekki að niðurstöðurnar taki af allan vafa um uppruna mengunarinnar, og hvorki fullyrðir né útilokar að hún stafi af athæfi fyrirtækisins, en áfram verður fylgst með neysluvatni á svæðinu. Þá telur eftirlitið fulla þörf á að kanna veitumál á svæðinu, þar sem hugsanlegt sé að mengunin komi úr rotþrónum sjálfum".
Í stefnumótum fyrir þjóðgarðinn 2004-2024 segir m.a.: Tekið af vef Þingvallanefndar.
,,S6: Sumarhúsasvæði: Sumarhúsasvæði eru tvö. Annað nær frá Valhöll í suðvestur eftir Hallinum að mörkum hins friðlýsta svæðis en hitt, sem er mun smærra, er í grennd við Gjábakka þar sem eru sex bústaðir. Þar hafa risið sumarhús á afmörkuðum lóðum sem leigðar eru til 10 ára í senn. Húsin eru margvísleg að gerð og gróður umhverfis þau er af ýmsum toga og almennt ekki í samræmi við gróðurfar þjóðgarðsins.
Mörk ásættanlegra breytinga. Ljóst er að sumarhúsasvæðin eru snortin og ekki áhugaverð til verndunar í núverandi mynd. Á hinn bóginn skal tryggt að svæðin stingi ekki frekar í stúf meira en nú er og því ekki leyfðar frekari byggingar á þessum svæðum né þau stækkuð. Stefna fyrir þetta svæði er sem hér segir: Stefnt skal að því að þjóðgarðurinn neyti forkaupsréttar þegar bústaðir bjóðast til sölu og taki yfir lóðir þegar leigusamningar renna út og skal í upphafi lögð mest áhersla á Gjábakkasvæðið. Deiliskipulag kveði á um atriði sem lúta að ásýnd, gróðurfari og aðgengi".
Mér sýnist eftir að hafa skoðað fundargerðir Þingvallanefndar og stefnumótunina 2004-2024 þá skorti Þingvallanefnd lagaheimildir til að vera að undirbúa lóðarleigusamninga á svæðinu.
Það er kveðið á um að nefndin hafi forkaupsrétt á sumarhúsum innan þjóðgarðsins en forkaupsréttu felur ekki í sér skyldu til að kaupa. Og síðan á nefndin að taka yfir lóðir þegar leigusamningar renna út og sumarbústaðareigendur farnir á brott með sitt dót.
Stefnumörkunin er alveg skýr. Þjóðgarðurinn er ekki sumarbústaðasvæði og þegar lóðarleigusamningar eru útrunnir þá eru þeir útrunnir og þá ber Þingvallanefnd væntanlega að sjá til þess að lóðirnar séu rýmdar í almanna þágu.
Þjóðgarðurinn er helgidómur Íslendinga eins og sagt er í hátíðarræðum og á að vera öllum heimil för þar í samræmi við innraskipulag hans hverju sinni.
Alþingi hefur síðasta orði um málefni Þingvalla eins og verið hefur frá því að Alþingi var fyrst sett þar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.8.2010 | 12:34 (breytt 25.5.2013 kl. 11:35) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 322
- Sl. viku: 490
- Frá upphafi: 573827
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 441
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.