Ég fór til Vestmannaeyjar í sumarleyfinu og ferðaðist um eyjarnar. Þar er margt skemmtilegt að sjá. Hafði ekki komið þar síðan 1964.
Í janúar 1973 hófst gos þar eins og kunnugt er. Mikið hraun rann þar fram í sjó og var nærri búið að loka höfninni en mönnum tókst að koma í veg fyrir það með aðgerðum sem alþjóð eru kunnar.
Mikið öskufall varð þarna og fór hluti byggðarinnar undir vikur og hraun. Nú er hafin uppgröftur þar og hefur verið talað um Pompei norðursins og er mjög fróðlegt að litast þar um en um leið lærdómsríkt að gera sér grein fyrir náttúruöflum landsins og lífsbaráttu fólks.
Í norðurhluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram og myndað nýtt land eru ummerki um efnistöku á jarðefnum all nokkur. Eru þarna malargryfjur.
Þegar ég rölti þarna um fór ég að velta því fyrir mér hvort hraun sem rennur í sjó fram og myndar nýtt land væri í einkaeign eða ný þjólenda? Þetta er væntanlega lögfræðileg spurning?
Árni Johnsen hefði átt í sínu tilvik, sem skapandi listamaður í lagasetningu, að heyja sér grjót eða efni í nýahrauninu og láta svo reyna á málið fyrir dómstólum, ef einhver kærði.
Þó hraunið sé úfið og berangurslegt hefur samt verið búin til lundur í því við vesturendann mjög haganlegur og fallegur sem nefnist Gaujulundur. Það starf er til marks um hvað hægt er að gera þegar elja dugnaður og útsjónarsemi er fyrir hendi.
Árni skilar móbergshellum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.8.2010 | 22:29 (breytt 28.8.2010 kl. 07:21) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 334
- Sl. viku: 490
- Frá upphafi: 573827
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 441
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.