Matvælaöryggið ótryggt

Með núverandi hámarksafurðarstefnu í mjólkurframleiðslu er matvælaöryggi þjóðarinnar stefnt í tvísýnu.

Nú nýverið kom fram í fréttum að afurðarhæsta kýrin í skýrsluhaldinu mjólkaði rösklega 15.000 lítra. Það er ótrúlega há nyt og slíkar hámarksafurðir byggjast að miklum hluta á innfluttum fóðurbæti. Og ef eitthvað raskaðist með aðföng væri vá fyrir dyrum.

Kýrnar að Hálsi í Kjós mjólka um 3000 lítra á ári og engin eða sáralítill fóðurbætir notaður. Það bú mundi fullnægja skilyrðum um matvælaöryggi mjög vel.

Talað er um að búvörusamningum í mjólkurframleiðslu fylgi skyldur og réttindi. Það má vel vera að svo sé. Þó er hvergi að finna ákvæði um að neinn beri ábyrgða á því sérstaklega, að mjólkurvörur séu til sölu hvar sem er á landinu á samræmdu verði.

Bændur hafa getað selt kvóta og stokkið frá jörðum sínum þegar þeim hentar og eru á engan hátt bundnir af neinum samningum  hvað það snertir. Brytjað jarðirnar niður í frístundabyggð, selt grósserum þær við hæsta verði.

Ráðamenn hafa breytt út faðminn og sagt að það sé gott að bændur geti selt jarðir sínar á uppsprengdu verði. Í Noregi skilst mér að það séu strangar reglur um sölu bújarða.

Núverandi fálmkennda og stefnuleysisstefna í landbúnaði hefur valdið stórskaða. Bændur eru stórskuldugir vegna fjárfesting  í vélum, kvótum og nýbyggingum

Menn í sparifötum hafa farið um sveitir með skjalatöskur og lokkað bændur til að taka lán sem erfitt verður að borga.

Héraðsráðunautar og fagfólk í landbúnaði virðast ekki hafa haft neina beina aðkomu að þessari þróun og landbúnaðarakademían er í felum og er aldrei spurð af fjölmiðlafólki hvernig gangi og hvort við séum á réttri leið.


mbl.is ASÍ leggst gegn mjólkurfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband