Jörðin Sléttárdalur í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu er í samnefndum dal og var þar stofnað lögbýli 1911. Þar hét áður Stóradalssel og var hluti af Stóradalslandi.
Þar er gott beitiland en vetrarríki talsvert. Jörðin fór í eyði 1944 og var síðasti ábúandi Bjarni Halldórsson sem þekktur var fyrir að vera mjög markglöggur.
Ég heyrði þá sögu í bernsku minni að einhverra hluta vegna urðu eftir þar um haustið, þegar ábúendur yfirgáfu bæinn, nokkrar kanínur. Mönnum til nokkurrar furðu voru kanínurnar vel sprækar um vorið.
Hægt er að fletta því einhversstaðar upp hvernig veturinn hefur verið.
Nokkrar heyfyrningar voru eftir í Sléttárdal og er talið að kanínurnar hafi lifað á þeim.
Það er tilbreyting að hafa villtar kanínur í borgarlandinu á afmörkuðum svæðum undir eftirliti.
Ekki talin þörf á aðgerðum vegna kanína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.8.2010 | 18:16 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kanínur lifðu góðu lífi villtar hjá mér á Héraði fyrir nokkrum árum. Þær hafa víða verið og þær voru í Möðrudal á Fjöllum á sjötta áratugnum. Kanínur komast ágætlega af í flestum vetrum en þegar jarðlaust verður er hætta á að þær leggist á nýgræðing. Sérstaklega eru víðitegundir og aspir vinsælar hjá þeim.
Haraldur Bjarnason, 25.8.2010 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.