Á 369 fundi Þingvallanefndar 17. febrúar 2010 var samþykkt að framlengja alla lóðarleigusamninga fram til 31. desember 2010 en þeir eru nú allir útrunnir innan þjóðgarðsins.
Á fundi Þingvallanefndar 20. maí 2010 var rætt um að gera þyrfti úttekt á rotþróm og vatnsöflun innan þjóðgarðsins.
Á sama fundi var eftirfarandi texti færður til bókar:
,, Samantekt. Vinna við endurskoðun lóðarleigusamninga og byggingarskilmála er nokkuð á veg komin og er ljóst að nefndin þarf að taka afstöðu til nokkurra atriða. Meta þarf hvaða skuldbindingar íslenska ríkið hefur undirgengist gagnvart frístundabyggð þeirri er hér um ræðir með skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá Unesco og að hvaða leyti taka þurfi tillit til þeirra skuldbindinga við endurnýjun lóðarleigusamninga og byggingarskilmála. Ákveðið óska eftir umsögn frá lögfræðingi ráðuneytis Heimsminjanefndar um þetta mál".
Ég átti leið um þjóðgarðinn í sumar og ætlaði að rölta eftir vatnsbakkanum til suðurs en kom þá að girðingu sem hefti för mína. Ég taldi mig vera í þjóðgarði og kom þetta svo sannarlega á óvart.
Saurmengað vatn á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.8.2010 | 18:14 (breytt 18.5.2013 kl. 10:24) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 16
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 566937
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þingvallanefnd stendur fyrir gríðarlega erfiðri ákvörðun sem er hvernig á að fara með aðgengi og umferð okkar borgarana um þá staði þjóðgarðsins þar sem auðmenn og flokksgæðingar liðina ríkisstjórna hafa hreiðrað um sig. Þetta svæði frá þinghelgi suður að Nestá er ægifagurt en hefur verið haldið í gíslingu af eigendum bústaða. Eigendur þessa bústaða virðast ekki gera sér grein fyrir að um er að ræða helgasta vé okkar lýðræðis,samt girða þeir fyrir umferð og hafa sigað lögreglu á grunsamlega gest þjóðgarðsins.
Það er þörf á að fjölmiðlar leggist á nefndina og forvitnist um hvaða áform eru uppi um framtíð þessara bústaða og hvernig þeir samrýmist hugmyndinni um þjóðgarð í eigu allrar þjóðarinnar.
Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 18:38
Það er nú hægur vandi að flytja bústaðina í burtu. Þannig hafa hús verið flutt langar leiðir, bæði heil og rifinn og sett upp aftur.
Í minni gömlu sveit var t.d. hús flutt frá Skagaströnd fram í Blöndudal. Þetta er með fallegri timburhúsum.
Aðalatriðið er að þetta er þjóðgarður og þjóðin á vitaskuld kröfu um frjálsan umferðarrétt um vatnsbakkann. Ég veit ekki betur en umferðarrétturinn sé tryggður í almennum lögum. Þannig mega bændur t.d. ekki hindra umferð á vatnsbakka.
Vitaskuld þurfa sumarbústaðaraðilar að fá umþóttunartíma.
En á móti kemur í hagræðingu að þeir geta komið sér upp nýrri rotþró á varanlegum stað.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.8.2010 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.