Það er alltaf skemmtilegt þegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra er í glímunni við fréttamenn fyrir framan stjórnarráðið. Þar er hann gjarna tekinn tali um búvörufrumvarp sitt og samkeppni á búvörumarkaði. Síðast þegar ég sá hann varðist hann mjög fimlega spurningu frétta manna um störf sín og svaraði jafna þegar hann var spurður; ,, Ég ber ábyrgð", svona gekk þetta í ein sjö skipti og aldrei hrökk Jón niður af tröppunum.
Nú nýlega var gerð mikil orrahríð að honum fyrir framan stjórnarráðið vegna frumvarps hans um búvörusektir og einokun í framleiðslu mjólkur. Þá lendir hann í þeirri sérkennilegu stöðu að villast á bílum og vera nærri kominn inn í vitlausan ráðherrabíl. Það hefði nú verið saga til næsta bæjar ef honum hefði verið ekið upp í viðskiptaráðuneyti og hann ekki vitað af sér fyrr en hann hefði verið sestur í stól viðskiptaráðherra.
Stjórnsýslan þarf vitaskuld að taka það til athugunar hvort ekki sé hægt að merkja ráðherrabílana svo ekki sé hætta á að ráðherrar villist upp í rangan bíl og lendi upp einhverju ráðuneyti sem þá langa alls ekki að koma í.
Hægt væri að hugsa sér að það væri mynd af viðkomandi ráherra á bílnum eða önnur kennileiti sem ráðherra gæti glöggvað sig á.
Eðlilegast og nærtækast væri að bíll landbúnaðarráðherra væri með merki Bændasamtakanna. Þá væri öruggt að Jón mundi ekki villast á bílum.
Bændur telja frumvarp til mikilla bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.8.2010 | 20:32 (breytt kl. 20:36) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 11
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 566932
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.