Á bloggi sínu á Eyjunni segir Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður í Norðvesturkjördæmi frá tveim lagaálitum sem hafa borist sjávarútvegs-og landbúnaðarnefnd vegna búvörulagafrumvarps Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra.
,,Fram hafa komið rökstuddar efasemdir um að núverandi fyrirkomulag (ég tala nú ekki um hin hertu aðhaldsákvæði) standist atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Fyrir liggja tvö lögfræðiálit sem munu hafa orðið til í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir nokkru, sem ganga sitt í hvora áttina hvað þetta varðar", segir færsluhöfundur.
Ef alþingismenn samþykkja frumvarpið óbreytt eru helmings líkur á að þeir séu að brjóta stjórnarskrána, ef þeir er sammála því að lagaálitin hafi sama hlutfallslega vægi.
Þeim er nokkur vorkunn að standa í þessum sporum, þar sem engin stjórnlagadómstóll er til í landinu sem gæti skorið úr hvort lagaálitið væri rétt niðurstaða.
Þess vegna verða þeir að leyfa stjórnarskránni að njóta vafans og fella sektarákvæðið út úr frumvarpinu.
Allt frá landnámi hafa bændur haft rétt á að selja búsafurðir sínar hverjum sem hafa vill, án þess að vera sektaðir eða eitthvað þaðan af verra.
En rétt er að geta þess að svo kölluð, Bændasamtök Íslands, hafa gert ákveðin samning við ríkisvaldið og verða að efna hann. Þó eru ekki allir sammála um að Bændasamtök Íslands hafi aflað sér nægilega traustra skriflegra samningsheimilda frá hverjum og einum bónda eða umboða til samningsgerðar.
Þeir bændur, sem ekki eru bundnir af þessum samningi hafa frjálsar hendur.
Ég hef það á tilfinningunni að það sé kvíði í Ólínu yfir þessu máli og því vilji hún eyða málini með einhverju tali um endurskoðun búvörulaganna einhvern tíman í framtíðinni.
Allsherjar endurskoðun búvörulaga óhjákvæmileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.8.2010 | 18:21 (breytt kl. 19:22) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 70
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 556
- Frá upphafi: 573893
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 493
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.