Seðlabankinn-öruggt fjármálakerfi

Samkvæmt lögum nr. 36 22. maí 2001 á Seðlabanki Íslands að stuðla að öruggu fjármálakerfi;

,,4. gr. Seðlabanki Íslands skal sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd".

Seðlabanka Íslands ber að athuga verði hann þess áskynja að eitthvað sé óeðlilegt við fjármálakerfi  eða meinbugir á fjármálagjörningum eða fjármálastarfsemi, að hlutast til um að slíkt eigi sér ekki stað og taka tafarlaust í taumana.

Til þess hefur hann haft næg tækifæri svo sem með athugunum, rannsóknum og tilmælum, viðræðum og leiðbeiningu eða þá beinum skipunum, nú eða þá að leita til dómstóla ef aðilar fara ekki eftir hans forsögn og leiðbeiningum.

Þetta hlutverk hefur Seðlabanki Íslands að því er virðist, vanrækt og er öllum mönnum augljóst miðað við hvernig málefnum þjóðarinnar er komið. Það er algert haldleysi að benda á eitthvað annað.

Lítill apiÞað veit allt fulltíðafólk að Seðlabankinn er ekki dómstóll. Þessa vegna ætti núverandi forysta Seðlabankans ekki að vera birta svona yfirlýsingar.


mbl.is Seðlabankinn ekki dómstóll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Áhugavert sjónarhorn, svo ekki sé meira sagt.

Marinó G. Njálsson, 6.8.2010 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband