Það eru erfiðir tímar hjá bændum. Það er búið að vera mikil eldgos og öskufall og valdið miklum búsifjum. Að vísu hefur þetta verið staðbundið á ákveðnu svæði.
Spretta hefur svo sem verið ágæt og heyöflum góð en þó hafa melatún brunnið vegna þurrka og vandséð að hægt sé að fá nokkrar bætur út á slíkt.
Þá hafa menn ekið ógætilega innan um lambfé og talið er að yfir 80 fjár hafi farist af þeim völdum á Vestfjörðum einum og munar um minna. Ekki bætir nú úr skák að bændur eru farnir að finna ummerki um sauðaþjófnað á láglendi og er nú skörin farinn að færast upp í bekkinn.
Eilíf umræða um samkeppni getur nú verið þreytandi fyrir bændur þegar þeir koma kúguppgefnir inn frá bústörfum. Neytendur eru sífellt að sífra um lægra verð á búvöru en gera sér enga greina fyrir því hvað þarf að hafa fyrir hlutunum. Á meðan þeir geta hangið í sumarfríum, jólafríum, páskafríum, helgarfríum, hinsegin dögum, menningarnótt, eða 150 daga á ári verða bændur að vinna.
Það er nú nóg fyrir bændur að hafa áhyggjur af girðingarmálum milli nágranna og þessu eilífa pexi í smalamennskum og göngum og réttum heldur en að þurfa taka þátt í því að vera att saman við nágrannann um einhverja samkeppni.
Samkeppnin til sveita felst nú aðallega í því að hafa hús sæmilega máluð, græn tún og myndarlegar búvélar og sauðfé af Séra-Guðmundarkyninu og vera vel ríðandi.
Segja frumvarp draga úr samkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.8.2010 | 16:47 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 566813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 692
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.