Ég hef ekki bloggað um þetta mál þar sem ég hef ekki haft alla málavöxtu og vitneskju um málið.
Það var innan sjóndeildarhrings að verulegir hnökrar virtust vera á þessari ráðningu.
Eigi að síður var ekki vitlaust að ráða vanan mann, það er að segja mann sem hafði upplifað sömu ömurlegu tilfinningar að skulda og standa frammi fyrir gjaldþroti eins og því miður margir standa frammi fyrir núna.
Um samanburð á hæfismati einstaklinganna get ég ekkert sagt því ég hef ekki yfirsýn eða vitneskju um það.
Það lág alveg fyrir að málið yrði pólitískt erfitt fyrir félagsmálaráðherra og hann hefur ekki treyst sér til að taka þann slag. Enda væntanlega stórskaðað flokkinn með áframhald þess.
Fyrir liggur að Runólfur Ágústsson hefur engin lög brotið og engar skuldir hafa verið afskrifaðar enn sem komið er. Enginn veit hve lengi þetta félag dregur andann sem hann seldi. Hann var afar hreinskiptinn í þessum Kastljósþætti. Sigmar fréttamaður var líka ágætur. Kurteis en ágengur um svör.
Þá er það einkahlutafélagsformið. Það er það sem er að valda usla hér. Að aðilar geti drekkt félögum í skuldum og bankastjórnendur skuli lána með gáleysis hætti fé inn í slík félög með veði í hlutabréfunum sjálfum er tóm endaleysa. Og þetta þarf að ræða til einhverra vitrænna niðurstöðu.
Ég verð bara að segja að mér virðist allir hafi komið standandi niður í þessu máli og er því hér með lokið á þessari bloggsíðu.
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.8.2010 | 20:45 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 17
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 566938
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.