Traktoratorfærukeppni á Flúðum

Farmal Cub á HvanneyriHér á árum áður fyrr lentu menn oft í ýmsu þegar dráttarvélar voru að koma inn í landbúnaðinn. Venjan var að það var ekki nema ein dráttarvél til á bæ. Svo þegar menn voru í girðingarvinnu og lönd voru lítt framræst lentu menn oft í því að þurfa að böðlast yfir mýrar og fúafen.

Oftast lukkaðist þetta en þó kom fyrir að menn festu dráttarvélina illilega og var þá úr vöndu að ráða. Ég var nú svo heppinn að byrja að aka á Farmal Cub og hann var nú svo léttur að hann festist sjaldan.

Svo kom Ferguson disel sem var mun þyngri og var ætla meiri störf. Hann gat festist illilega maður.

Fljótlega komst maður upp á lagið að troða planka undir vélina og binda bæði dekkin föst við plankann. Síðan vó maður vélina upp á plankann og þá var maður í góðum málum. Verra var ef vélin spólaði og plankinn fór aftur fyrir. Þá sat allt fast og maður varð að byrja upp á nýtt.

Það háði þessari aðgerð ef dráttarvélin var ekki með mismunadrifslás því þá þurfti maður að nota hliðarbremsuna eftir því hvoru megin dráttarvélin var sokkin í mýrina.

En allt blessaðist þetta að lokum.
mbl.is Traktoratorfæra í tuttugu gráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Farmallinn þinn hefur líklega ekki verið með tvöfaldri túrbínu

http://www.sunnlenska.is/ithrottir/4236.html

GK, 1.8.2010 kl. 13:47

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Nei, en hann var tvisvar sinnum 5,5 hestöfl held ég.

Og hann var með glussalyftu sem var nýjung. Þannig gat maður lyft sláttuvélargreiðunni og það var mjög gaman að slá með honum. Alveg eins og hugur manns og töluverð afköst.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.8.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband