Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ber ábyrgð á lögum um stjórn fiskveiða það er alveg klárt. Fréttamenn geta ekki knúið fram einhver já eða nei svör í því efni. Það væri of mikil einföldun á málinu.
Jón ber jafnframt ábyrgð á því að allir hafi í soðið á þessum erfiðu tímum. Til þess er fiskveiðiauðlindin að allir hafi að bíta og brenna. Menn hafa alltaf haft í soðið á Íslandi og þótt sjálfsagt mál. Þannig þurfti amma mín bara að fara niður á bryggju og þá fékk hún fisk hjá trillukörlunum í fyrri kreppunni.
Jón ber jafnframt ábyrgð á öllum bændum í landinu og hjúum þeirra. Þetta ættu fréttamenn að vita.
Þá ber hann ábyrgð á að allir hafi nóg af kjöti og börn hafi mjólk á pelann sinn og fólk hafi skyr með rjóma út á þegar svo ber undir.
Þannig að það sjá allir að Jón Bjarnason ber ansi mikla ábyrgð og stendur alveg undir henni enda alinn upp við örbyrgð á Ströndum þar sem fólk ber ábyrgð á sér og sínum.
Ef það verður að stöðva veiðar, þá verður náttúrlega að athuga hvor allir hafi ekki fengið nóg og síðan verður að beita svokölluðum neyðarrétti þjóðinni til hagsbóta.
Það þýðir ekki að vera ráðherra nema menn séu sæmilega ráðagóðir og afdráttarlausir í svörum sínum og láti fréttamenn ekki flæma sig niður af tröppum stjórnaráðsins.
Ábyrgð er allt sem þarf, ekki já já og nei nei.
Jón vill hætta viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.7.2010 | 07:11 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 241
- Sl. sólarhring: 525
- Sl. viku: 1042
- Frá upphafi: 570339
Annað
- Innlit í dag: 230
- Innlit sl. viku: 944
- Gestir í dag: 229
- IP-tölur í dag: 227
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.