Upphaf byltingarinnar á Kúbu

26. júlí 1953 er talinn upphafsdagur byltingarinnar á Kúbu.

Þá réðst Fidel Kastró með mönnum sínum að óvörum inn í Cuartel Moncada, aðalherbúðir Batista í Santiago de Cuba, höfuðborg Oriente. Þar höfðu 1.000 málaliðar aðsetur og geymdu þar birgðir sínar af skotfærum og vopnum. Uppreisnarmenn gerður sér vonir um að hermennirnir mundu gefast upp í fátinu.

Uppreisnarmennirnir  voru á 25 bílum, 165 karlar í einkennisbúningum hersins og tvær stúlkur. Fyrsti bíllin ók inn um hliðið og bílstjórinn hrópaði til varðmannanna: ,, Sérstakur heiðursvörður handa hershöfðingjanum". Honum var hleypt áfram og uppreisnarmenn úr honum tóku herskála þar sem 80 hermenn gáfust upp á svipstundu.

En þegar annar bíllinn ók inn um hliðið áttuðu varðmennirnir sig á því að ekki var allt með felldu og einum þeirra tókst að gefa aðvörunarmerki sem vakti alla hermennina í búðunum áður en hann var felldur. Innrásin hafði mistekist. Fidel gaf fyrirmæli um að hörfa og nú sundruðust uppreisnarmenn í ýmsar áttir.

Bifreið úr byltingunniFidel komst út í sveit ásamt 18 mönnum öðrum; Raúl Kastró komst til fjalla ásamt nokkrum félögum sínum, og ýmsir smærri hópar sluppu undan í fyrsta áfanga. Aðrir voru handteknir.

Myndin er af bíl sem notaður var í framangreindri uppreisn.

Heimild: Byltingin á Kúbu eftir  Magnús Kjartansson ritstjóra.


mbl.is Kastró ekki dauður úr öllum æðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband