26. júlí 1953 er talinn upphafsdagur byltingarinnar á Kúbu.
Þá réðst Fidel Kastró með mönnum sínum að óvörum inn í Cuartel Moncada, aðalherbúðir Batista í Santiago de Cuba, höfuðborg Oriente. Þar höfðu 1.000 málaliðar aðsetur og geymdu þar birgðir sínar af skotfærum og vopnum. Uppreisnarmenn gerður sér vonir um að hermennirnir mundu gefast upp í fátinu.
Uppreisnarmennirnir voru á 25 bílum, 165 karlar í einkennisbúningum hersins og tvær stúlkur. Fyrsti bíllin ók inn um hliðið og bílstjórinn hrópaði til varðmannanna: ,, Sérstakur heiðursvörður handa hershöfðingjanum". Honum var hleypt áfram og uppreisnarmenn úr honum tóku herskála þar sem 80 hermenn gáfust upp á svipstundu.
En þegar annar bíllinn ók inn um hliðið áttuðu varðmennirnir sig á því að ekki var allt með felldu og einum þeirra tókst að gefa aðvörunarmerki sem vakti alla hermennina í búðunum áður en hann var felldur. Innrásin hafði mistekist. Fidel gaf fyrirmæli um að hörfa og nú sundruðust uppreisnarmenn í ýmsar áttir.
Fidel komst út í sveit ásamt 18 mönnum öðrum; Raúl Kastró komst til fjalla ásamt nokkrum félögum sínum, og ýmsir smærri hópar sluppu undan í fyrsta áfanga. Aðrir voru handteknir.
Myndin er af bíl sem notaður var í framangreindri uppreisn.
Heimild: Byltingin á Kúbu eftir Magnús Kjartansson ritstjóra.
Kastró ekki dauður úr öllum æðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.7.2010 | 19:55 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 13
- Sl. sólarhring: 276
- Sl. viku: 499
- Frá upphafi: 573836
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 449
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.