Fjalla-Eyvindur á Hveravöllum

Útilegumaður leitar sauðaÞað er alltaf eftirvænting og tilhlökkun að koma að Hveravöllum. Staðurinn á sér langa sögu. Í Landnámabók er sagt frá Reykjavöllum og er þar væntanlega átt við Hveravelli.

Við hjónin vorum þarna á ferð um daginn og gistum tvær nætur. Nú er búið að skipta yngra húsinu upp í 5 einingar. Örlítið kaffihús með bar og afgreiðsla er fremst og svo inn af er eldunaraðstaða fyrir dvalargesti og þrjú svefnrými með misjafnlega mörgum rúmum. Þetta er ekki lengur eins og í gamladaga þegar þetta var allt einn geimur. En samt- það var fínt að gista þarna.

Mikill fjöldi ferðamanna kemur á Hveravelli árlega og verður staðurinn því fyrir verulegum ágangi. Lítil framþróun hefur orðið á staðnum ef maður ber hann saman við aðra ferðamannastaði - eins og staðurinn hafi frosið fastur á einhverjum tímapunkti.

Sæluhúsið á HveravöllumÞað vantar andlitslyftingu á staðinn, svo sem viðhald á húsinu ( málun og viðarvörn ). Hreinlætisaðstaða er í lámarki. Ekki hægt að fara í sturtu vegna skorts á köldu vatni. Ekki er nægjanlega vel hugsað um þrif á baðlauginni og sauðfé hefur ótakmarkaðan aðgang að svæðinu. Þá sýndist mér frárennslismál í ólagi. Snorri Sturluson í Reykholti hafði það þannig á 1300 öld þegar hann vantaði kalt vatn til blöndunar að þá  safnaði hann heitavatninu og lét það kólna. Eins mætti gera á Hveravöllum.

Minnismerki eru um Fjalla-Eyvind á Hveravöllum. Það er ágætt á sinn hátt, rimlabúr með tveim hjörtum, þó ég persónulega hefði kosið að á rimlunum hefðu verið tvær hendur sem beygðu rimlana út. Það er þó bót í máli að skjöldurinn með áletruninni er svo neðarlega að það verða allir að fara á hnén til að geta lesið og þá hlær Fjalla-Eyvindur væntanlega einhverstaðar í öræfakyrrðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband