Ég átti þess kost að fara í ferðalag til Vestmannaeyjar í þar síðustu viku. Þangað hafði ég ekki komið síðan ég var til sjós eftir miðja síðustu öld (1965).
Við sigldum að sjálfsögðu með Herjólfi báðar leiðir. Það var nú meiri nákvæmnin hjá skipstjórnarmönnunum þegar þeir voru að leggja að bryggju. Skipið bókstaflega lagðist eins og dúkkuvagn að bryggju. Enda eru þarna þaulreyndir skipstjórar úr millilandasiglingum hjá Eimskipafélagsins og víðar.
Það hefur komið fram í umræðu manna á meðal að nokkur sandburður er í Landeyjarhöfn vegna brims og strauma. Hafa dýpkunarskip verið þar að störfum eins og eðlilegt getur talist. Kunnugir hafa sagt mér að við gosið hafi þessi framburður hugsanlega aukist. En úr því getur tíminn einn skorið.
Víst er að nauðsynlegt verði fyrir skipstjórnarmenn að einhverju leiti að gæta sjávarfalla við siglingar inn í höfnina á meðan menn eru að afla sér reynslu á staðháttum. Nauðsynlegt er að allur búnaður við höfnina sé góður svo sem lýsing og tækni til að meta dýpt í höfnina á örskömmum fyrirvar sé til staðar áður enn siglt er inn.
Herjólfur er með að því mér skilst 8000 hestafla vél og tvær aðalskrúfur ásamt bógskrúfum að framan. Verði þessu afli öllu beitt við útsiglingu úr Landeyjarhöfn mun skipið halda rennunni opinni.
Þá er spurningin hvernig væri hægt að fylgja því eftir. Sú hugmynd hefur svifið í loftinu að hugsanlega væri hægt að láta vatn úr Markarfljóti að hluta renna eða dæla því annað slagið í gegnum höfnina og láta hana þannig vera sjálfbæra með hreinsun. Þetta væri áhugavert viðfangs og tilraunaverkefni.
Herjólfur í Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.7.2010 | 10:15 (breytt kl. 10:18) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.