Kallinn á kassanum

Í gamla daga var kallin á kassanum á Lækjartorgi og allir tóku eftir honum og stöldruðu við til að hlusta.

Í Lundúnaborg í Englandi er til horn sem heitir SPEAKERS CORNER og þar getur hver sem er hafið upp raust sína. Reyndar er mynd af færsluhöfundi á þessu horni á þessari bloggsíðu. Það væri hægt að koma upp svoleiðis torgi upp hér fyrir frambjóðendur. Ég er viss um að Jón borgarstjóri væri til í það.

Helgi Hóseasson var alltaf með sitt spjald á horni Langholtsvegar og Holtavegar og allir tóku efir honum og þetta var alveg ókeypis hjá Helga.

Fyrrum nágranni minn Páll Pétursson fv. félagsmálaráðherra reið um sveitir á gráum hestum með flokk manna og allir tóku eftir Páli. Þetta gerðu Sturlungar og hefur Páll væntanlega haft fordæmið þaðan, enda las hann Sturlungu tvisvar á ári að sagt var. Svo það eru víða sóknarfæri til þess að láta á sér bera án mikils kostnaðar.

Það er líka hægt að fara fram og aftur í strætó á annatíma eða þá að vera í jarðarförum.

Það er líka Guð velkomið að lána traktorinn sem prýðir þessa bloggsíðu til að ferðast á í bíó og þesskonar.

Það er ástæðulaust að eyða miklum peningum. Svo er hægt að fljúg yfir þéttbýl svæði og dreifa karamellum yfir fólk. Það mundi gleðja fólk. En það kostar svolitla peninga. En svona eru tækifærin víða.

Eða þá að dreifa flugritum og þá færi fólk að hlaupa eftir sendingunni af því að það héldi að það væri að missa af einhverju.

Já það eru breyttir tímar nú  í kreppunni og leiðinlegt að heyra að Sjálfstæðismenn séu óánægðir. En auðvita verða prestarnir í Sjálfstæðisflokknum að flytja siðferðistillögur. Það er skylda þeirra. Voru þetta ekki séra Halldór og séra Geir?


mbl.is Gefur skilaboðunum gaum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband