Í dag eru 50 ár síðan m/s Drangajökull skip Jökla h/f fórst í Pentlandsfirði við Orkneyjar. Skipinu hvolfdi skyndilega en skozkur togari frá Aberdeen bjargaði allri áhöfn.
Í Öldinni okkar segir fyrsti stýrimaður svo frá: ,, Ég var á vakt, stóð í brúnni. Þá fór skipið að hallast á bakborða. Það hallaðist jafnt og þétt og við sáum strax að hverju fór. En þetta gerðist svo skyndilega að maður hefði aldrei getað trúað því. Það voru allir komnir í bátana eftir 15 mínútur. Menn voru rólegir og enginn æðraðist. Nokkrir þurftu að að fleygja sér fram af skipinu og synda á eftir bátunum. Skipstjórinn fór síðastur".
Í bókinni Á lífsins leið lV segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fv. borgarstjóri svo frá: ,, Ég var staddur í brúnni ásamt Hauk skipstjóra, sem var að leysa af og var í sinni fyrstu ferð sem skipstjóri, Georg Franklínssyni 1.stýrimanni, Gylfa frænda mínum og Halldóru ( Gunnarsdóttur ). Skyndilega tók Drangajökull, sem var 600 tonn, að hallast á bakborða. Haukur og Georg reyndu að rétta skipið af. Skipstjóri gaf skipun um að hægja ferðina, stefndi því næst upp í vindinn og setti á fulla ferð áfram, en skipið seig sífellt meir á bakborðshliðina - Já skipið var greinilega að sökkva og skipstjórinn sagði okkur að fara þegar í stað upp á stjórnborðshliðina og í björgunarbátana".
Síðar segir Vilhjálmur; Allir taldir upp nema ég.
,, Í fyrstu fréttum af þessu sjóslysi voru allir skipverjar taldir upp en mín var hvergi getið. Ég hafði ekki verið skráður og fékk því engar bætur en missti allt mitt. Raunar sagði Morgunblaðið svo frá fimmtudaginn 30. júní 1960: ,,Í upptalningu yfir skipsmenn í blaðinu í gær vantaði einn, en hann er Vilhjálmur Vilhjálmsson, Mávahlíð 42, sem er 14 ára drengur. Var hann skráður messadrengur en mun fremur hafa verið í skemmtiferð með skipinu".
Þessi atburður getur verið áhugaverður fyrri sagnfræðinga til að fjalla um. En ég hef undir höndum 11 blaðsíðna greinargerð mágs míns Hauks Guðmundssonar um þetta sjóslys.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.6.2010 | 08:46 (breytt 25.6.2020 kl. 06:57) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 338
- Sl. viku: 490
- Frá upphafi: 573827
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 441
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið man ég vel eftir fréttum af þessu slysi en ég var þá á aldur við Vilhjálm og var einmitt messadrengur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2010 kl. 13:40
Fleiri Villasögur:
Ég leyfi mér að bæta við þessa sögu. Vilhjálmur Vilhjálmsson, faðir minn, missti farm frá Hollandi á þessu skipi, sem hann fékk lítið sem ekkert bættan. Á svipuðu tími var SÍS í brennidepli og flett var ofan af framsóknarkempunni Vilhjálmi Þór. Skömmu síðar fæddist ykkar einlægur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson til að bæta heiminn. Það er ekki að spyrja af þessum Villum, en þetta er ekki sama ættin. Þeir eru bara svona sigursælir þessir bastarðar.
Hver var "opinber" skýring á skipsskaðanum, því ég man ekkert eftir þessu eins og Sigurður, en hann er líka svo gamall?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.6.2010 kl. 16:00
Vilhjálmur Örn, þetta mál er gráupplagt fyrir þig að kafa í, þar sem þú ert fornleifafræðingur og sagnfræðingur.
Það voru nokkrar sögur og kenningar um ástæður þess að að skipið sökk. Ein kviksagan var sú að skipstjórinn hefði verið fengi til að sökkva skipinu svo félagið fengi tryggingaféð. Sú saga var hrakin með því að benda á að varla hefði skipstjórinn þá farið að taka með sér konu sína og 4 ára gamlan son í túrinn.
Ein kenning var sú að skipið hafi verið rangt hlaðið og með of mikla yfirvigt. Ekki var sýnt fram á það fyrir dómi og var ekki talið að skipstjórnarmenn ættu nokkra sök á slysinu enda ekki gefin út ákæra á hendur þeim af saksóknara og gilti það sem sýkna í málinu. Þó lá fyrir að ákveðnum skjölum, sem afhent voru við nýbyggingu skipsins og vörðuðu lestun skipsins voru aldrei til reiðu í skjalageymslu skipsins eins og eðlilegt hefði talist og skipstjórnarmönnum aðgengileg.
Ein kenning og líklega sú sennilegasta er að gat hafi komið á skipið neðan sjávar. Áður hafði skipið verið í slipp og þurfti að skipta um plötur í í byrði skipsins, en var ekki skipt um allar sem merktar voru lélegar.
En sem sagt verkefni fyrir fornleifafræðinga og sagnfræðinga sem vilja bæta heiminn.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.6.2010 kl. 18:07
Það eiga að vera til gögn um breytingar á balest skipsins sem framkvæmdar voru að ósk skipsjóranns sem Haukur faðir minn leysti af. Þessar breytingar voru ekki samþykktar af skipaverkfræðingum. Við þessar breytingar úreltust upphaflegu útreikningar um hvernig lesta bæri skipið. Skjölin sem þú talar um að vöntuðu í skipstjórakáetuna voru útreikningar um hvernig lesta skuli með þessar breytingar í huga. Ef faðir minn hefur lestað skipið án seinni tíma gagna er um glæpsamlegan verknað um að ræða.
Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.