,, Að svo stöddu"

Í fréttinni segir:

,,Ónógar fjárveitingar, viðhorf þess tíma til afskipta stjórnvalda af viðskiptalífinu og skortur á forgangsröðun og áræði urðu til þess að eftirlitið náði ekki markmiði sínu. Óskýr mörk milli verksviða eftirlitsstofnana bættu heldur ekki úr skák."

Þetta málefni þarf einhverra meiri útskýringa við. Kostaði það mikið fé að skrifa bréf og benda fjármálafyrirtækjum á að þetta væri ólöglegt?

Viðhorf og tíðarandi víkur ekki settum lögum frá. Það þarf hugrekki til að stjórna eftir lögum. Voru þá stjórnendur eftirlitsstofnana huglausir.

Óskýr mörk eftirlitsstofnana eru ekki haldbær rök.

Vinnubrögð t.d.Samkeppniseftirlitsins hafa t.d verið með allt öðrum hætti en Fjármálaeftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hefur farið með dómsúrskurði inn í fyrirtæki til að afla gagna og það hefur lagt á þungar sektir ef viðkomandi hefur reynst brotlegur.

Flestar aðgerðir Samkeppniseftirlitsins haf staðist fyrir dómi.

Ég minnist þess ekki að Fjármálaeftirlitið hafi staðið í ströngu það hefur þá bara farið fram hjá mér.

Settur ríkissaksóknari hefur hætt málatilbúnaði á hendur forráðamanna fjármálaeftirlitstofnana ríkisins sem voru álitnir hafa vanrækt starfskyldur sínar samkvæmt rannsóknarnefnd Alþingis. En hann hafði fyrirvara um það, sem var orðaður ,, að svo stöddu". 

Settur ríkissaksóknari hlýtur að endurskoða þá ákvörðun sína í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar í gengistryggingarmálinu.


mbl.is FME skoðaði aldrei gengislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sitja þrír þingmenn á Alþingi af þeim 36 sem samþykktu löginn 2001. Þar á meðal Pétur Blöndal, sérlegur peningamaður og fjármálasnillingur.  Hvað aðhafðist hann ? Það fór ekki framhjá mönum eins og Pétri hvað var í gangi.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:57

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Pétur fékk 281 atkvæði eða 30% sem er töluvert fylgi og sem gerð það að verkum að Bjarni fékk því minna fylgi.

Mér finnst nú að Pétur hefði getað aðvarað þá upp í Fjármáleftirliti fyrst hann þekkti lögin og var þátttakandi í lagasetningunni.

Hann hefur sennilega talið að þarna myndaðist gengismunur og það væri þá ,,óskilafé" sem hver sem er gæti markað að vild sinni

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.6.2010 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband