Sem kjósandi hef ég ásamt Ingibjörgu Hauksdóttur úr Garðabæ verið að finna leið til að ná fullum kosningarétti til Alþingis. Við kærðum m.a. síðustu Alþingiskosningar og gekk það mál allt eins og lög mæla fyrir um.
Alþingi úrskurðaði sig rétt kjörið og ekki eru augljósar áframhaldandi kæruleiðir þannig að við sem einstaklingar og kjósendur getum fengið einhverju um ráðið.
Þá höfum við vísað málinu til umboðsmanns Alþingis og hefur hann sent okkur lokabréf um málið. Er þar farið yfir allt málið og það rakið og er það mikil lögfræði. Allan þennan málatilbúnað hef ég upplýst hér jafnóðum á bloggsíðu minni.
Nokkrir þingmenn hafa á Alþingi lagt til að landið sé gert að einu kjördæmi. Þannig komi til með að nást fullt atkvæðavægi kjósandans. En um leið er hætt við því að kjósandinn fjarlægist fulltrúa sinn á Alþing og flokksræði aukist. Ég er alfarið á móti því að gera landið að einu kjördæmi, þó það virki svolítið sem ég sé kominn í mótsögn við sjálfan mig.
Ég held að farsælast sé að leiðrétta atkvæðamisvægið innan kjördæmanna en get verið sammála Bjarna Benediktssyni um að skipta kjördæmum upp og þyrfti ekki síst að gera það innan þéttbýlustu kjördæmanna.
Það er eðlilegt að heimafólk viti að það hafi rétt til að bjóða fram á sínu svæði því þar þekkir það fólk og málefni.
Ég held hins vegar að það ætti að fara varlega í að fækka Alþingismönnum nema að vel athuguðu máli.
Segir koma til greina að skipta kjördæmum upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.6.2010 | 18:23 (breytt kl. 18:33) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 566813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 692
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.