Eitt sinn auglýsti Samvinnufyrirtæki ,, Mikið fyrir lítið" Þetta var verslunin Mikligarður sem var sett á stofn og átti að verða stórmarkaður.
Þegar einn bóndi í minni heimabyggð, heyrði þetta þó hló hann ógurlega að þessu. Hann sagði að ef einhver fengi mikið fyrir lítið að þá hlyti einhver að láta mikið af hendi en fá lítið í staðinn og það væri tæplega sanngjarnt.
Lánasamningar þeir sem Hæstiréttur hefur nú fjallað um og dæmt gengisvísitöluna ólöglega er samningur milli tveggja aðila.
Þetta eru ekki nauðungarsamningar. Aðiljar eru sammála við undirskrift um þau sjónarmið að samningurinn sé bundin við verðhækkanir á gjaldeyrir og höfuðstóllin taki þar af leiðandi breytingum. Sérstaklega er getið um það í samningnum að lántakandinn geri sér þetta ljóst.
Með öðrum orðum, lánveitandinn geti í lok lánstímans fengið sambærileg verðmæti fyrir höfuðstólinn og í upphafi lánstímans. Þetta er kjarni málsins.
Nú dæmir Hæstiréttur gengisákvæðið ólögmætt enda ekki spurður að neinu öðru. Heldur fólk þá bara að við taki, ,, Mikið fyrir lítið".
Málið er ekki svona einfalt: Lánastofnanir hafa umbjóðendur á bak við sig sem þeir verða að gæta hagsmuna fyrir.
Hugsunin í samningnum var sú að sömu verðmæti séu greidd til baka, annað er óheiðarlegt og er í stíl við útrásarsjónarmið.
En vafalaust hafa þessi gengissjónarmið farið útúr kortinu og bílasamningarnir verið að skila lánastofnunum ef til vill of miklu.
Ég tók t.d eftir því að í Hæstaréttardómi var kostnaður við að verðmeta bíl 280 þús. Það er mikið fé fyrir að meta bíl. Svo voru þarna kostnaður upp á 108 þús. vegna dekkja, en þó var búið að meta bílinn niður og þá væntanlega með dekkjum. Þarna átti sem sagt að tvíborga.
Hættulegt aðgerðaleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.6.2010 | 18:15 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 36
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 186
- Frá upphafi: 573504
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 153
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Miðað við óbreytta og varanlega heimsmynd um aldur og ævi þá er þetta að einhverju leyti rétt hjá þér. Auðvitað fékk þrællinn fæði og klæði en varð að vinna eins og eigandi hans vildi. Á sínum tíma var það samningur milli tveggja aðila.
Málið er margslungnara og ekki má gleyma stöðutöku lánveitandans gegn krónunni. Ástæðan fyrir því að bankarnirnir lánuðu almennt ekki gjaldeyri var m.a. af því þeir áttu hann aldrei til. Þess vegna var peningur fenginn í krónum í Seðlabankanum en til að fá '' ávöxtun'' á lánin varð að misnota krónuna. Hann stundaði markaðsmisnotkun án þess að lögreglan gerði neitt.
Almennt um vaxtastigið í landinu þá er engin verðmætasköpun sem stendur undir því. Ekki á Íslandi og alls ekki heldur vel rekin þjóðfélög eins og t.d. Þýskaland en þar eru innlánsvextir nú um 1% að nafninu til og því neikvæðir.
Ísland sem ekkert getur og ekkert kann og með ónýta rekstarmenn og ónýt fyrirtæki var lengi vel að bjóða 10% raunvexti í þjóðfélagi þar sem öll fyrirtæki eru rekin með tapi. Þar sem 100.000 íbúar eru ríkisstarfsmenn beint eða óbeint. Ef vextir hér væru í samræmi við verðmætasköpunina í þjóðfélaginu þá ættu innlánseigendur að fá 10% neikvæða vexti.
Einar Guðjónsson, 22.6.2010 kl. 19:32
Takk fyrir Einar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.6.2010 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.