15 punda hrygna

Þórólfur og Birgir, mínir menn, eru líka að gera það gott þarna  fyrir norðan.

Kl:07:15 í morgun veiddi Þórólfur 15 punda hrygnu 90 cm í Mýrarkvísl sem er í Reykjahverfi en rennur í Laxá í Aðaldal. Laxinn veiddist á þýzka snældu og var sleppt.

Viðureignin stóð í 3 korter. Og nú í þessum skrifuðu orðum var hann að fá 6 punda lax , hæng.

Ja hérna, það er allt að gerast þarna og þetta lofar góðu.

Þetta verður þó aldrei eins og í Laxá á Ásum þar sem hestar bænda hafa fælst við að vaða yfir ána, svo mikill lax getur verið í ánni.


mbl.is Óskabyrjun í Laxá í Aðaldal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband