Hvað hefur hlaupið í Jón Bjarnason, ætlar hann að fara sekta bændur fyrir að selja afurðir sínar. Ég hélt að það væri stjórnarskrárbundin réttur manna að hafa nytjar af eignum sínum svo sem bústofni vélum og fasteignum. Og að stjórnarskráin mælti fyrir um atvinnufrelsi borgaranna.
Nú hefur Steingrímur hvíslað einhverju að Jóni, að best væri að sekta bændur við bústörf.
Setja sektarákvæði inn í búvörulög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.6.2010 | 19:09 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 262
- Sl. sólarhring: 444
- Sl. viku: 1063
- Frá upphafi: 570360
Annað
- Innlit í dag: 251
- Innlit sl. viku: 965
- Gestir í dag: 247
- IP-tölur í dag: 244
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki verið að sækja um aðild að ESB. Hvaða reglur gilda þar? Það er eins gott að þessi fífl fari að lesa sig til um það og átta sig á því, að það eru ESB reglur sem gilda innan ESB.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 20:27
Þetta hefur ekkert með Evrópusambandið að gera heldur kvótakerfið í landbúnaði. Kvótakerfi skerðir alltaf frjálsa atvinnustarfsemi hvort heldur er um er að ræða mjólkurkvóta, aflaheimildir eða losunarkvóta vegna átrúnaðarins á hnattrænu hlýnunina. Kvótakerfið er alltaf andstætt frelsi og eðlilegri atvinnustarfsemi og hindrar alltaf nýliðun í atvinnugreinum. Þess vegna skiptir máli að losna við kvótakerfi. En Jón Bjarnason vill takmarka frelsið sem allra mest.
Jón Magnússon, 11.6.2010 kl. 21:47
Í ritinu Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands eftir prófessor Sigurð Líndal sem kom út 1992 og var gefið út af Úlfljóti, tímariti laganema í samvinnu við Röst, samtök um eflingu landbúnað og byggðar í landinu, var komist aðallega að því að regluverk það sem sett hafði verið um framleiðslu og sölu landbúnaðar var væri meingallað og stæðist oft og tíðum ekki stjórnarskrá.
Eða eins og segir á blaðsíðu 180:
,, Regluverk um framleiðslustjórnun í landbúnaði er afar óskýrt og ruglingslegt, eitt helzta einkenni þess eru óljós, teygjanleg og margræð heimildarákvæði. Afleiðingin er í raun er mikil óvissa um réttarstöðu manna sem reglunum eiga að lúta. Má því mjög draga í efa að þessum áskilnaði sé fullnægt."
Frá mínum bæjardyrum er það alveg ljóst að kvótakerfi í landbúnaði var sett á með ólögmætum hætti og mun alltaf valda úlfúð og ágreiningi vegna þess hvernig það var sett á og hve margir bændur báru skarðan hlut frá borði en aðrir högnuðust á því.
Og nú þegar greindur bændahöfðingi lætur teyma sig út í það að ætla að koma sektarákvæði inn í þetta reglugerðar kraðak að þá er ástæða til að snúast til varnar.
Vinstri grænir kom aldrei til með að ná fótfestu í Reykjavík og þeir munu fara sömu leið og Framsókn þar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.6.2010 kl. 07:48
Lr. á að vera framleiðslu og sölu búvöru.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.6.2010 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.