Búsvæði ungviðis friðuð

Nr. 34/2010 - Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfestir friðun tiltekinna svæða í sjö fjörðum

1.6.2010

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason hefur ákveðið að vernda grunnslóð í Önundarfirði, Hrútafirði/Miðfirði, Húnafirði, Skagafirði og Seyðisfirði/Loðmundarfirði með því að banna dragnótaveiðar innan tiltekinna svæða í þessum fjörðum. Er þetta í samræmi við tillögur sem kynntar voru þann 30. apríl 2010. Verður aðgerðum þessum fylgt með sérstökum rannsóknum á fiskgöngum og vistfræði. Ráðherra hefur því undirritað reglugerð um bann við dragnótaveiðum sem mun taka gildi frá og með 7. júní 2010 og gilda til 6. júní 2015 í fyrstu og fylgir hún ásamt samantekt í viðhengi með þessari fréttatilkynningu.

Heimild: Heimasíða sjávarútvegsráðuneytis.

Góðir búmenn reyna að hlúa að uppeldisstöðvum og ungviði, það skilar sér inn í framtíðina.

Það er erfitt að vera ráðherra og má alltaf búast við því að einhverjir reyni að hoppa upp á bakið á þeim og góla þegar ákvarðanir eru teknar.

En það verður að ganga um auðlindina með gætni. Undan því verður ekki vikist.


mbl.is Sakar sjávarútvegsráðherra um svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband