Sú var tíðin að Íslendingar áttu ekki almennilega skó og urðu að ganga á sauðskinnsskóm og voru oftast blautir í lappirnar.
Samvinnumenn reistu skóverksmiðju á Akureyri sem framleiddu ágæta skó. Sú framleiðsla lagðist af vegna einhverra samninga við EFTA. Síðan hafa ekki verið framleiddir skór í landinu.
Nú er verið að ræða um að fara í verkföll vegna þess að það er svo mikið atvinnuleysi. Ég hef aldrei vitað að það væri hægt eða að það skilaði hærra atvinnustigi.
Hafnfirðingar stóðu undir húsgöflum á atvinnuleysisárum og ræddu um ástandið og fengu viðurnefnið Gaflarar. Ef til vill væri ráð að mála svona húsgafla rauða, sem sérstaklega væru ætlaðir til að fólk hittist undir og ræddu landsins gagn og nauðsynjar og hvað væri til ráða.
Gylfi forseti ræðir um ábyrgð stjórnmálastéttarinnar á ástandinu. Ekki liggur ljóst fyrir hverjir tilheyra undir þessa nafngift, stjórnmálastétt, og hvergi finnst það orðið í orðabókum. Sennilega eru það allir sem taka þátt í stjórnmálum eða eru með einhverjum hætti kjörnir í lýðræðislegum kosningum.
En skó þurfum við að hafa og annan klæðnað svo það væri nærtækast að setja mannskapinn í þau verk, því flísið gengur ótrúlega fljótt úr sér.
Vill ekki hugsa til haustsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.5.2010 | 21:32 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.