Samvinnuhugsjónin

Samvinna hefur löngum verið bændum happadrjúg.

Þeir hafa haft samvinnu um smölun afréttarlanda. Um verslun og slátrun og afsetningu afurða. Um jarðrækt og búnaðarfélög. Oft og tíðum um verkaskipti við byggingarframkvæmdir og hlunnindanytjar.

Það er gott að vita að þessi stefna og ráðstafanir skuli nú vera í verkferlum til að bændur komist af eins og kostur er.

Um daginn kom frétt um að kindur hafi drepist. Við því er ekkert að gera og ástæðulaust að panikera yfir því. Það koma til með að verða afföll vegna þessara náttúruhamfara.

Trauðla verður hægt að búast við því að sum tún verði hægt að heyja, þó svo gras spretti á þeim. Viðbúið er að þegar slík tún verða slegin að þá mun aska og vikur þyrlast upp og menga hráefnið.

Þekkt er að sauðfé fær svokallaðan gadd ef það er fóðrað eða beitt á land sem er flúormengað. En gaddur er þegar tennur skemmast vegna þess að broddur eða gaddur vex úr þeim.

Við þessar aðstæður sem nú ríkja undir Eyjafjöllum er til dæmis ekki hægt að nota hugmyndafræði frjálshyggjunnar til að leysa verkefnin. Þá færi allt í strand.

Hugmyndafræði frjálshyggjunnar er að því er virðist aðeins hægt að not við fljótandi bankahrun og til að sigla öllu í strand og getur jafnvel verið dýrkeyptari en náttúruhamfarir.


mbl.is Bændum býðst að flytja sauðfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Meðallandið er ekki lausn á vandanum það er of nærri eldstöðinni, ekki nema að það hætti að gjósa þá gæti það gengið fyrr ekki!

Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 21:08

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já þetta er allt mjög snúið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.5.2010 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband