Þrjár viðaukatillögur

Ég leyfi mér að bera hér fram þrjár viðaukatillögur þar sem þjóðfundi hefur ekki verið slitið.

1. Hjón fái húsaleigusamning í brúðkaupsgjöf frá Íbúðalánasjóði til langstíma gegn hóflegu leigugjaldi.

2. Kartöflu og matjurtagörðum verði komið fyrir í göngufæri frá heimilum. Ekki upp í Skammadal.

3. Geitfjárhald í þéttbýli verði leyft með skilyrðum og geitur notaðar í taumi til að bíta gras á grænum svæðum í staðinn fyrri að nota hávaðasöm bensínorf. Það er umhverfisvænt og fólk gæti stýft geitaost úr hnefa og drukkið geitamjólk sem er mjög saðsöm. Við þetta mundi færast líf og fjör í þéttbýlið.


mbl.is Margar tillögur á þjóðfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband