Þetta er hlægileg framganga hjá þessum sundlaugargesti að amast við því þó stjórnmálaflokkur vilji reyna að gera sig sýnilegan og bjóða fólki pylsur.
Í stjórnarskránni er mælt fyrir að menn megi safnast saman undir berum himni vopnlausir.
Stjórnmálaflokkar hafa skyldum að gegna og hafa heimildir að safnast saman vopnlausir í almenningum og rabba við fólk og skýra út hvert þeir vilji stefna með þjóðfélagið.
Stjórnmálastarf gengur ekki út á það að safna styrkjum.
Aftur á móti verða stjórnmálaflokkar að varast að áreita fólk, og er mér til efs að svo hafi verið í þessu tilfelli. Maðurinn gat gengið hindrunarlaust til laugar, og þetta uppþot er bara kjánalegt.
Stjórnmálaflokkar eru hluti af mannlífinu og við verðum að umbera þá hvar sem við stöndum í stjórnmálum.
Væri aftur á móti frambjóðandi að halda ræðu undir flokksmerkjum í heitapottinum ætti umsvifalaust að taka í taumana.
Kvartar undan kosningaáróðri í sundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.5.2010 | 08:11 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 10
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 2531
- Frá upphafi: 572255
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 2277
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er algerlega ósammála þér. Þetta stjórnmálalið er gjörsamlega óþolandi, treður sér upp á fólk, og býður svo upp á pylsur og kók. Hvers vegna skyldi það nú vera?
Hamarinn, 2.5.2010 kl. 08:57
það er fróðlegt að fylgjast með aðferðum Samfylkingarinnar í áróðrinum og þetta framtak hjá bróður Oddnýjar er í besta falli hallærislegt.
Á sama tíma og Samfylkingin er að keyra þetta samfélag í rúst - og búin að ákveða að þúsundi fjölskyldna verði settar á Guð og gaddinn 1.10.10 kvartar einn þeirra yfir því að fólk fái fríar pylsur.
Hér eru upplýsingar fyrir þennan einstakling - FÓLK STENDUR Í BIÐRÖÐUM HJÁ HJÁLPARSTOFNUNUM TIL ÞESS AÐ FÁ MAT - MAT SEM ÞAÐ GETUR EKKI KEYPT VEGNA RÁÐLAUSRAR RÍKISSTJÓRNAR SAMFYLKINGAR OG VG OG "AFREKA" ÚTRÁSARHRYÐJUVERKAMANNA..
Það er von að þetta lið kvarti yfir því að fólk geti fengið ókeypis pulsu og gos.
Og blöðrur - hræðilegt
Kæra þessa manns sýnir veruleikafirringu Samfylkingarinnar - hún er sorgleg.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.5.2010 kl. 09:03
Ólafur. Fólk stendur i biðröðum til að fá mat, sem það getur ekki keypt vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn keyrðu landið í þrot með galinni efnahagsstjórnun. Ekki vera að kenna Samfylkingunni og Vinstri Grænum um það, sem er Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að kenn þó tiltektin gangi ekki upp á nokkrum mánuðum, sem hún getur engan vegnin gert vegna þess hversu stórt Sjálfstæðisflokkrinn og Framsóknarflokkurinn gerðu í buxurnar.
Sigurður M Grétarsson, 2.5.2010 kl. 09:21
Enn bullar 'olafur.
Hann gerir sér enga grein fyrir gjörðum síns auma flokk, ætlar bara að kjósa hann áfram, en kennir öðrum um voðaverk þeirra sjálfra.
Það ætti að taka kosningaréttinn af svona mönnum.
Þið ættuð að lesa bloggsíðu hans, þá sjáið þið skrýtnar færslur um það hvað sjálfstæðisflokkurinn er góður.
Hamarinn, 2.5.2010 kl. 09:39
Það mætti benda Ólafi á að það kemur hvergi fram að þarna hafi verið um sjálfstæðisflokkinn að ræða, og svo er það ekki sjálfgefið að þessi maður kjósi systur sína.
Hamarinn, 2.5.2010 kl. 09:40
Ekki veit ég til þess að bannað sé að gefa börnum undir 18 pylsur. En það er kannski á "forgangslista" stjórnvalda að banna slíkt. Það alla vega kæmi undirritðum á óvart.
En talandi um hagstjórnarmistök og ónægar lagasetningar.
Þegar húsnæðislánin voru hækkuð upp í 90%, eins og rannsóknarnefndin telur að hafi verið ein stærstu hagstjórnarmistökin, þá skammaðist Jóhanna í Sjálfstæðisflokknum yfir því að hafa haldið aftur af Framsókn í þessu "þarfa" framtaki. Hún og Samfylkingin hafa líklega viljað 100% lán án takmarka.
Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði (Fjarðarbyggð). Í sveitastjórn Fjarðarbyggðar réðu vinstri menn (Samfylking og fleiri). Hvatningin kom þaðan og það sveitarfélag samþykkti í sínu skipulagi álverið. Með hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun fóru fulltrúar R-listans (Samfylking, VG og Framsókn) og eflaust hafa einhverjir þingmenn Samfylkingar greitt atkvæði með þessum framkvæmdum.
Fjórflokkanir utan VG lofuðu skattalækkunum fyrir kosningar 2003 og þáverandi stjórnarflokkar stóðu við það loforð. Ég þori ekki að segja, en kannski hefði Samfylkingin svikið það loforð hefði flokkurinn komist að.
Lagasetningarnar: Árið 2004, var reynt að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Slíkt hefði komið svokölluðum "Baugsmiðlum" illa. Össur Skarphéðinsson, sem var formaður flokksins á þeim tíma, viðurkenndi í umræðum um skýrsluna að hugsanlega hefðu tengsl flokksins við Baug á þessum tíma verið þess valdandi hvernig flokkurinn barðist gegn fjölmiðlalögunum, sem að allir ættu að muna voru á endanum dregin til baka eftir að forsetinn synjaði þeim.
Á þessum tíma þá var Baugur inn á gafli hjá Kaupþingi og Landsbankanum og allar lagasetningar, til hömlunar á starfssemi bankana, komið t.d. fjárfestingarstefnu Baugs erlendis illa. Er þá allt eins líklegt "vinir" Baugs úr Samfylkingunni hefðu verið kallaðir til, til þess að berjast gegn því frumvarpi. Líklega hefði Samfylking ekki þurft neina hvatningu til þess að berjast með kjafti og klóm gegn slíkum lögum og leiða þá baráttu alla leið til Bessastaða, eins og flokkurinn gerði með Fjölmiðlalögin, enda löggjöfin byggð á regluverki ESB, sem að Samfylkingin, trúir ein flokka á Íslandi, sé það eina sem rifið geti þjóðina upp úr skítnum.
Það var Alþingi sjálft sem setti öll þessi lög með og án takmörkunum, en ekki ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks, mörg hver með atkvæðum þingmanna úr fleiri flokkum. Nú er það svo að atkvæði þingmanna ber jafnmikla ábyrgð , hvort sem að þingmaðurinn er í stjórnarliði eða í stjórnarandstöðu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 11:08
Í lögum um kosningar til sveitarstjórna nr.5 6. mars 1998 er greint frá ólöglegum kosningaráróðri með svo felldu hætti:
XIII. kafli. Óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll.
92. gr. Óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:
a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni, að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar, svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar,
b. að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með ræðuhöldum, prentuðum eða skriflegum ávörpum eða auglýsingum, með því að bera eða hafa uppi merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á sjálfum kjörstaðnum, þ.e. í kjörfundarstofu, kjörklefa eða annars staðar í eða á þeim húsakynnum þar sem kosning fer fram, svo og í næsta nágrenni,
c. að hafa merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á bifreiðum meðan kjörfundur stendur yfir, svo og að nota gjallarhorn til áróðurs á sama tíma,
d. að gefa ónákvæmar eða villandi upplýsingar um sig eða aðra, svo sem um nafn, aldur, búsetu í landinu, heimilisfang eða annað, sem leiðir eða leitt getur til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar, eða maður ekki settur á kjörskrá eða tekinn út af kjörskrá sem á rétt á að vera þar, eða maður verði látinn greiða atkvæði í stað annars manns er stendur á kjörskrá; hér undir heyrir sérstaklega ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í sveitarfélagi, aðeins til þess að verða settur þar á kjörskrá,
e. að gefa út villandi kosningaleiðbeiningar,
f. að rangfæra atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með því að eyðileggja eða breyta atkvæði sem greitt hefur verið eða á annan hátt."
Eftir fréttinni var ekki tekið loforð af einum né neinum um á hvern veg atkvæði væri greitt, fá menn pulsur að borða.
Frumhlaupið snýr að andmælum og bókunar laugargests hjá lögreglu vegna stjórnarskrárbundins ákvæðis um tjáningarfrelsis stjórnmálafélags í almenningi og sem vill vekja á sér athygli vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga.
Það er ekki bannað nema borgarfulltrúar vilji banna borgarbúum og félagasamtökum að safnast saman í borgarlandinu til friðsamlegra athafna.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.5.2010 kl. 14:30
Hvers vegna í andskotanum eyðir þetta pakk ekki tímanum í að gefa þeim sem á þurfa að halda ?
Hræsni andskotans
Svo sest þetta fólk í sæti dómara og raðar ofan í sig kræsingum á okkar kostnað, frá fyrirtækjum sem við borgum skuldirnar fyrir.
Hræsnarar
Gefa pulsur og blöðrur...........Til hvers ? Til hvers ?
Til að kaupa sér atkvæði
Ekkert nema andskotans aumingjaháttur, það er nóg af fólki sem þarf hjálp.
Þetta lið getur gengið í það að hjálpa þeim, þá skal ég íhuga að gefa þeim atkvæði mitt.
En Besti Flokkurinn fær klárlega mitt atkvæði þar sem hinir flokkarnir hafa hagað sér á glæpsamlegan hátt.
Betra er grín en glæpir verður mitt mottó.
ÓS (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 14:45
Það er nú einmitt kosturinn við lýðræðið að Bestiflokkurinn þarf ekki að spyrja kóng né prest um það að bjóða fram í hönd farandi borgarstjórnarkosningum.
Og foringinn hefur frjálst og óskoraðan rétt til að láta mynda sig við Tjörnina og Ráðhúsið með öndunum í borgarlandinu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.5.2010 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.