Málavextir óljósir

Það er erfitt að mynda sér viðhorf til þessa máls af þeim fréttum sem birst hafa um það.

Fyrsta fréttin hér á mbl.is er kl: 05:30 og heitri Jörðin seld án auglýsingar. Af þeirri frétt er lítið hægt að átta sig á málavöxtum.

Svo kemur frétt þar sem segir: Verið að fremja níðingsverk í bönkum og er ræðumaður Árni Johnsen. 

Til þess að fá heildarmynd af málinu er nauðsynlegt að fá upp skuldastöðuna. Uppruna skuldanna. Verðmætin sem keypt voru fyrir lánin sem bankinn lánaði. Ráðleggingar og skýrslur fagaðila, innan bankans og utan um ráðleggingar vegna lántöku og rekstraáætlanir hvort lántökurnar hafi verið arðbærar. Hækkun lána sem leiddi af hruninu og svo framvegis.

Svo þarf að rannsaka og upplýsa hvernig ríkjandi landbúnaðarstefna hefur haft áhrif á þessa atburðarás og hver ber ábyrgð á landbúnaðarstefnunni og þeim búvörulögum sem hér eru að keyra allt í þrot.

Ef hinsvegar það er talið nauðsynlegt af þjóðhagslegum ástæðum að halda landbúnaðarframleiðslunni gangandi vegna matvælaöryggisins verður landbúnaðarráherra að skerast hér í leikinn og koma með úrræði.

Það er rétt sem talsmenn bankans segja að það er erfitt fyrir bankann að standa í orðaskaki vegna viðskipta einstaklinga á opinberum vettvangi. En eðli máls er væntanlega margt búið að gerast í málinu sem ekki kemur fram í fréttaflutningi af málinu.


mbl.is Eftirlitsnefnd fari yfir feril málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband