Úrræða góður bóndi

Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með allra bestu bændum á landinu. Svo framarlega sem ekkert alvarlegt gerist með bæjarstæðið finnur hann úrræði. En satt er það hámjólka kýr geta ekki verið lengi vatnslausar. 

Sjálfur hef ég þá reynslu að þurfa að aka vatni í stórt kúabú 4 vetrarparta og notaði ég til þess haugsugu.

Ólafur græjar þetta með tankbíl og dælum, nóg er vatnið þó gruggugt sé. Ef einhver bjargar sér þá er það Ólafur og hans lið.

Gangi honum vel. En þetta er áminning til okkar í hvaða landi við búum. Það þarf alltaf að vera viðbúnaður gegn náttúruöflunum.


mbl.is Mikið tjón á Þorvaldseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Er ekki hægt að gefa beljunum ísmola? Það virðist vera töluvert af þeim þarna heima á hlaði.

corvus corax, 14.4.2010 kl. 16:29

2 identicon

Hrafnafíflið þitt; grjóthaltu kjafti. Settu þig í spor annarra og hættu þessari taugaveikluðu aulafyndni.

Baldur S. (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 17:58

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Vertu stilltur Krummi og fljúgðu heim að Bergþórshvoli og segðu tíðindi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.4.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband