Eitt sinn reið ég með félögum mínum í Fák niður hjá Einhyrningi meðfram Markarfljóti í geng hjá Þórólfsfelli og vestur Fljótshlíð. Ég var sæmilega búin en ekki í litklæðum. Um miðja Fljótshlíð áðum við og borðuðum nesti okkar. Eftir veginum kemur dráttarvél með heyþyrlu og segi ég við félaga minn þarna fer bóndi um. Nei segir félagi minn þetta er leikari. Nú já, búa leikarar hér segi ég. Nei sko, segir félagi minn hann er að leika bónda. Hér búa bara höfðingjar en ekki bændur, en þeir verða láta líta svo út að hér séu bændur og þess vegna fá þeir leikar til að leika bónda.
Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig eignarhaldi er háttað á jörðum í Fljótshlíðinni en margt fyrirmanna eiga þar jarðir.
Ég hef stundum hugsað um þetta atvik þegar hugurinn er leiddur að þeim breytingum sem hafa átt sér stað á íslenskum landbúnaði.
Um 1986 var tekinn ákvörðun um að breyta íslenskum landbúnaði og var hann kvótasettur.
Sama þróun að hluta hefur átt sér stað og í sjávarútvegi. Framsal kvóta var leyft og sagt að búin ættu að stækka svo þau yrðu hagkvæmari. Nú eru stærstu búin mjög skuldsett og bankar og fjármálastofnanir hafa yfirtekið þau mörg hver.
Jarðir hafa farið í eyði og fólksflótti brostið á til sveita. Efnamenn hafa eignast góðar bújarðir eins og í Fljótshlíðinni.
Er það svona þjóðfélag sem við viljum sjá? Og hvernig stendur landbúnaðurinn eftir þessar breytingar? Er hann betur í stakk búinn til að sjá landsmönnum fyrir búvörum nú en áður?
Það er víða sem þarf að gera upp stefnur og markmið og hugsanlega að snúa við eins og Gunnar gerði forðum, því víst er hlíðin fögur.
Menning hræðslu og tortryggni sækir á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.4.2010 | 13:46 (breytt kl. 15:17) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 566936
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.