Fagráðherra virðist vera nýyrði í íslensku máli. Það mun vera sá ráðherra sem ekki er jafnframt alþingismaður. Af orðalaginu má álykta að hann sé sérfræðingur í sínum ráðherradómi. Það eru þessir tveir ráðherrar að vísu í þessu tilfelli en þeir eru ekki alþingismenn. Þeir tilheyra einungis framkvæmdavaldsþættinum. En þetta er ef til vill ekki heppilegt orð um hugtakið.
Þannig er þá ráðherra sem er alþingismaður væntanlega ekki fagráðherra eftir þessu, þó hann hafi menntun sem spannar sérsvið ráðherradómsins. T.d er Jón Bjarnason ágætur fagmaður í landbúnaði þar sem hann er búfræðikandídat og með reynslu sem skólastjóri við búnaðarskóla og hefur verið útvegsbóndi.
Steingrímur J. Sigfússon er jarðfræðingur en sú menntun hefur ekkert að gera með fjármál. Að vísu hefur Steingrímur smalað fé og dregið fé í réttum. Aftur á móti má segja að jarðfræðimenntun hans komi sér vel þegar gýs í ríkisstjórninni.
Flestir ráðherrarnir eru með menntun sem fellur ekki sérstaklega að þeirra ráðuneytum, þó þeir hafi fjölbreytta menntun og margþætta reynslu.
Til að skerpa skilin í þessari orðanotkun er spurningin hvort hægt sé að nota orðið framkvæmdavaldsráðherra yfir þá ráðherra sem ekki sitja á Alþingi, í staðin fyrir fagráðherra.
Búast má við breytingum á ráðherraliði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.3.2010 | 18:11 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 107
- Sl. sólarhring: 177
- Sl. viku: 257
- Frá upphafi: 573575
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 220
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.