M/S Ísborg IS 250 frá Ísafirði var síðutogari sem breytt var í fragtskip í kringum 1963 með því að færa brúnna aftar og þannig jókst lestarpláss skipsins.
Síðuritari var um skeið háseti á skipinu. 11 manna áhöfn var um borð. Lítið var um nútíma þægindum í skipin, engi sjálfstýring og stóð alltaf einn háseti við stýrið og handstýrði.
Eitt sinn lögðum við af stað frá Kaupmannahöfn síðla dags. Vorum við 3 á vaktinni, síðuritari og Finnbogi Kjeld 2. stýrimaður og annar háseti. Var síðuritari við stýrið. Það var hefð á Ísborginni að tala mikið í brúnni.
Þoka var og kjöftuðum við Finnbogi mikið og gleymdum okkur. Þegar við eru komnir út á Kattegat birtist stórt flutningaskip út úr þokunni, svona 5 gráður á stjórnborða. Finnbogi tekur strax ákvörðun um að rúlla stýrinu hart í stjór og leggst Ísborgin mjög á hliðina þar sem hún var á fullri ferð.
Skipstjórnarmaður á hinu skipinu beygir hinsvegar á bakborða sem var ekki samkvæmt siglingareglum. Nálguðust skipin mjög en náðist að forðast árekstri en skipin sigldu andartak hlið við hlið og fóru bæði einn hring.
Nokkrir úr áhöfninni komu upp í brú og spurðu hvort eitthvað hefði komið fyrir en við Finnbogi vorum fámálir mjög um þennan atburð og ég held að hann hafi ekki verið færður til bókar.
Búið að bjarga bátnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.3.2010 | 17:32 (breytt 20.5.2024 kl. 17:59) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 138
- Sl. sólarhring: 208
- Sl. viku: 288
- Frá upphafi: 573606
Annað
- Innlit í dag: 133
- Innlit sl. viku: 251
- Gestir í dag: 133
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegir dagar að baki þótt allt hafi ekki gengið okkur í haginn í gær, þá gerði það aftur í dag þegar okkur tókst að bjarga línubátnum Lágey af strandstað. Það er ekki síst svona atburðir og árangur sem fyllir okkur björgunarsveitarfólk Stolti af verkum okkar og hvetur okkur áfram til frekari dáða í því sjálfboðastarfi á björgunarsviðinu sem við vinnum. Semsagt björguðum áhöfninni í gærmorgun og náðum síðan bátnum í land í dag.
Kveðja
Guðmundur Salómonsson
svæðisstjórn björgunarsveita í þingeyjarsýslum
Guðmundur Salómonsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 21:14
Tilhamingju með þessa óvenjulegu björgun og ánægjulegt hvað þetta tókst allt saman vel.
Þetta er nú sú frumlegasta björgun skips sem ég hef vitað af.
Koma bara með trailer í flæðarmálið og hífa bátinn upp á pall og aka svo af stað
Það eru ekki allir sem fatta þetta því menn eru svo bundnir við það að báturinn þurfi að far sjóleiðina til baka, það er venjan.
Næst verður það byggingarkrani
Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.