Góðbændur

Kúabændur samþykkja harðorða ályktun vegna seinagangs lánadrottna við úrlausn skuldavandans. Er  mikil harmur kveðin af bændum yfir þessu óréttlæti.

Enginn skilur hvernig allar þessar skuldir skuli hafa hrannast upp og einkennilegt hvernig lánadrottnar yfirtaka rekstur búanna sem bændur eiga. Þetta er náttúrlega algerlega út hött.

Ofan á allt þetta eru svo lánardrottnar svo komnir í samkeppni við bændur að sagt er í fréttinni sem aldrei hafa ljá máls á samkeppni og hafa viljað standa saman.

Gott ef bankarnir fari ekki að kaupa sér mjólkurbíla og selja mjólk beint frá bíl ( Beint frá býli ), við algengustu stofnleiðir í þéttbýli, vegna þess að almenningur á ekki lengur peninga fyrir bensíni til að fara í stórmarkaðina.

Þó er vitað að Jón á Sléttu, Ólafur í Mjólkárdal og Gissur í Ofanleiti og margir bændur eru skuldlausir með þokkaleg bú og það skilur náttúrlega engin maður. Enda vildi engin kjósa þá á fundinn og óeðlilegt að vera hampa slíkri ráðdeildarsemi á þessum erfiðu tímum.


mbl.is Bankar hætti kúabúskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Jensdóttir

Mikið óskaplega geta menn dundað sér við að mistúlka hlutina og færa á rangan veg og verið vilhallir undir útráðsarvíkingana,en það vill svo til að það var farið í víkinga á bújörðum líka

Birna Jensdóttir, 27.3.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta eru víst miklar skuldir sem hvíla á búunum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.3.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband