Ferðafélag Íslands náði fyrst fótfestu á Hveravöllum og byggði skála þar og aðstöðu fyrir sína félaga. Og átti tvo skála um tíma.
Eftir sem mér skildist fengu bændur að hýsa gangnamenn sína í skálunum í göngum á vegum Ferðafélagsins og er mér ekki kunnugt um hvaða greiðslur hafi farið þar á milli aðila fyrir dvölina.
Þegar Svínavatnshreppur um stundarsakir hér á árum áður varð ríkur þá fóru hreppsbúar sumir að sjá ofsjónum yfir gróða Ferðafélagsins og spunnust upp einhver deilumál þar upp sem ég kann ekki til hlítar. Skyldist mér að sveitarfélögin hafi keypt skálana af Ferðafélaginu að lokum.
Kom þá upp sú hugmynd að fara með einhvern skúra upp eftir til að fara að selja pulsur. Voru þeir þar í forustu hreppstjórar Svínavatnshrepps- og Torfulækjarhrepps ásamt stöðvarstjóra Blönduvirkjunar. Hringdi ég þá í stöðvarstjórann og sagði honum að þetta þyrfti að hugsa miklu stærra og til framtíðar og bað hann að af stýra því að þessir skúrar færu upp eftir.
Ég er alinn upp við sérstaka umræðu í Bændaskólanum á Hvanneyri undir handarjaðri Gunnars Bjarnasonar kennara og hrossaræktarráðunautar og eldhuga.
Hann vildi að þarna risi þokkalegt hótel og lýsti fjálglega fyrir okkur hvað útlendingar vildu sjá á Hveravöllum. Það væri norðan stórhríð en allir gætu verið inni í góðum stofuhita með viskíglasið sitt og horft á hríðina út um glugga.
Nú eru tímar breyttir og hægt að komast mestallan ársins hring að Hveravöldum.
Ekki er búið að úrskurða um þjóðlendumál á Hveravöllum þó það ligg í loftinu að þarna sé þjóðlenda og því húsbóndavaldið í forsætisráðuneytinu þó skipulagsvaldið hjá hinum nýja hrepp Húnavatnshrepp.
Þannig að það er að mörgu að gæta í þessum efnu hvert á að þróa staðin.
Umbætur á Hveravöllum í bígerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.3.2010 | 23:11 (breytt kl. 23:21) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 56
- Sl. sólarhring: 348
- Sl. viku: 1970
- Frá upphafi: 571293
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 1759
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Bjarnason var framsýnn maður. Ég á bækur hans Ættbók og Saga íslenska hestsins og hann var frumkvöðull að skrá niður ættir kynbótahrossa. Það skyldi þó aldrei vera að hann hafi haft rétt fyrir sér með hótel á Kili. Nú er eitt hálendishótel til og gengur að því er ég best veit ágætlega. En það er auðvitað vandmeðfarið að hafa hótelrekstur við náttúruperlur.
Guðmundur St Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 00:24
Það má hugsa, og vandalaust er að koma litlu hóteli fyrir í þessu umhverfi sem þarf ekki að vera ofan í náttúruperlunum.
Hægt er hannað það og fella inn í landslagið án þess að nokkur maður tæki eftir því. Veggirnir gætu að hluta til verið úr hrauni.
Takið til dæmis eftir hvernig Bláalónið er fellt inn í sitt umhverfi. Aðalatrið er að fólk velti þessu vel fyrir sér og ræði sig niður á bestu lausn.
Þakka þér fyrir innlitið Guðmundur.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.