Til fyrirmyndar

Að búast við hinu óvænta er nauðsynlegt þegar lifað er á óvissu tímum.

Gott hjá lögreglunni að vera á varðbergi gagnvart gripdeildum á bændabýlum við þessar aðstæður.

Reyndar er allt skipulag til fyrirmyndar við þessar náttúruhamfari.

Það sem skiptir gríðar miklu máli að ekki verði slegið slöku við um eftirlit, gæslu og allir aðilar hafi andvara á þessum aðstæðum þar sem umfangið er í raun mjög mikið og landsvæðið stórt.

Þarna eru 2-3 eldstöðvar og þó vísindamenn séu með mikla þekkingu og mælistöðvar er eins og hið óvænta geti sífellt komið aftan að fólki. Þess vegna skiptir árveknin máli og ekkert er fyrirfram gefið.

Það skiptir líka miklu máli, þar sem við búum á eldfjallalandi, að við getum sýnt umheiminum og okkur sjálfum, að við höfum fullt vald á aðstæðum, höldum ró okkar og skipulag sé gott og allir komast bærilega af.

Jarðskjálftarnir á Haíti og Chile þar sem hundruð þúsundir  íbúa farast er skelfileg upplifun fyrir íbúa viðkomandi landa en sýnir hvað maðurinn er lítill og umkomulaus í samanborið við náttúruöflin.


mbl.is Þekktum brotamönnum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Sammála

Sporðdrekinn, 23.3.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband