Hvernig nærbuxum ertu í?

Þegar einn atvinnurekandinn hér um daginn var komin í greiðslustöðvun með ættarveldi sitt og var spurður að því hvernig stæði á því að hann hefði ekki skilað ársreikningi til einhverra ára til Ársreikningsskrár, svaraði hann vígalegur og þungur í lund að viðkomandi kæmi það ekki við og ekki væri hann að spyrjast fyrir um það hvernig nærbuxum viðkomandi værir í.

Það er nú óðum að koma í ljós hvernig nærbuxum atvinnurekendur eru í, því mjög margir eru komnir með allt niðrum sig.

Ekki er það sósíalismanum að kenna, ekki er það kaupfélögunum að kenna ekki er það samvinnuhreyfingunni að kenna.

Flokkur einkaframtaksins og atvinnurekenda hefur ráðið hér landsmálum mjög lengi.

Hvarvetna blasa við gjaldþrot og verra en það því engar eignir finnast  í búunum en mikið af skuldum.

Það er ágeng spurning hvort það séu nokkrir atvinnurekendur lengur til í landinu þegar allt er komið á hausinn og ríki og bankar eru komnir með atvinnulífið í gjörgæslu.

Tímabært er að fara velta fyrir sér hver staða atvinnurekenda er og hvort ekki sé skynsamlegra fyrir þá að ræða við stjórnvöld um framtíð sína og hver hún verði fremur en vera alltaf að láta líta svo út að þeir ráði.

Góður og útsjónarsamur og aðgætinn atvinnurekandi er mikil auðlind. En ég held að allir geti verið sammála um það að þeir atvinnurekendur sem standa nú uppi á mislitum nærbuxum fá tæplega háa einkunn. 


mbl.is Vilja að skötuselslög verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Hverju orði sannara.  Flott færsla.

Eyjólfur Sturlaugsson, 23.3.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband