Það er ekki gott að átta sig á því hvort það gildi lýðræði vegna kosninganna í Reykjavík eða eitthvað annað. Að vísu fær fólk að kjósa en mikill munur er á atkvæðavægi í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum gilda eftirfarandi reglur um fjölda sveitarstjórnarmann í sveitarstjórnum miðað við íbúafjölda, lög nr. 45 1998:
12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
a. þar sem íbúar eru innan við 200 35 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 200999 57 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 1.0009.999 711 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 10.00049.999 1115 aðalmenn,
e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 1527 aðalmenn.
Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi sem Þór Saari flytur er lagt til að fjöldi sveitarstjórnarmanni verði eftirfarandi mál nr. 15:
a. þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 1.0004.999: 11 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 5.00024.999: 17 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 25.00049.999: 31 aðalmaður,
e. þar sem íbúar eru 50.00099.999: 47 aðalmenn,
f. þar sem íbúar eru 100.000199.999: 61 aðalmaður,
g. þar sem íbúar eru 200.000399.999: 71 aðalmaður.
Í greinargerð með frumvarpinu og töflum kemur eftirfarandi fram um stöðuna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi:
Ísland | Íbúar | Sveitarstjórnarmenn |
Reykjavík | 119.547 | 15 |
Kópavogur | 29.976 | 11 |
Hafnarfjörður | 25.850 | 11 |
Akranes | 6.609 | 9 |
Ísafjarðarbær | 3.972 | 9 |
Akureyri | 17.541 | 11 |
Fjarðabyggð | 4.723 | 9 |
Fljótsdalshérað | 3.695 | 11 |
Hornafjörður | 2.112 | 7 |
Vestmannaeyjar | 4.086 | 7 |
Árborg | 7.922 | 9 |
Það sem vekur athygli er mikið mismunur milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Í Reykjavík er 119 þús íbúar en ekki nema 15 sveitarstjórnarmenn. Í Kópavogi t.d eru 30 þús íbúar og 11 sveitarstjórnarmenn. Þarna munar 4 sveitarstjórnarmönnum en 90 þús íbúum.
Þar sem fulltrúalýðræði er tíðkað svo sem í verkalýðsfélögum, stjórnmálafélögum, sjómannafélögum, samvinnufélögum og búnaðarfélögum er ákveðin fastur félagafjöldi sem þarf til að koma að einum fulltrúa á þing eða fund hvar sem félagið er starfandi á landinu.
Gefum okkur að atkvæðavægi í Kópavogi sé rétt og sanngjarnt, 30 þús deilt með 11 sveitarstjórnarmönnum þá þarf 2727 íbúa til að koma manni að.
Segjum svo að þessi reikniregla verði heimfærð upp á Reykjavík 15 sveitarstjórnarmenn x 2727 íbúar=40905 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum.
Í Reykjavík eru 119500 íbúar og aðeins þarf 40900 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum að samkvæmt Kópavogsreglunni þá eru 79 þús íbúar afgangs.
Þá ganga af 79 þús íbúar í Reykjavík sem raunverulega hafa engin áhrif, en þeir fá þá væntanlega frístundakort í staðin sem sárabætur.
Framsóknarmenn birta listann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.3.2010 | 15:12 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.