Það liggur alveg fyrir að það er mjög erfitt hjá fólki. Og það setur sorg að manni hvernig komið er. En við munum og skulum vinna okkur út úr þessu. Með samstöðu.
Sjálfur hef ég reynt þær tilfinningar að standa frammi fyrir gjaldþroti vegna stjórnvaldsákvarðana. Mér lukkaðist að komast í gegn um það.
Staðan í þjóðfélaginu er mjög flókinn. Stjórnmálin eru flókin. En ég held að flestir stjórnmálamenn vilji vel.
En sumir eru samt tæplega nógu greindir: Tökum t.d félagsmálaráðherra jafnaðarmannaflokksins.
Hann rápar um á bílamörkuðum og er í einhverri endaleysu um að afskrifa bílalán af flottum drossíum og jeppum eftir því sem fréttir herma. Eins og það sé aðalmálið.
Hann ætti náttúrlega að einbeita sér að almannatryggingakerfinu og þróa það og segja við fólk að það verði engin sveltur, börn geti sótt skóla og engin verði borin út þó íbúðin fari á nauðungaruppboð. Við eigu þrátt fyrir allt heima hérna og eigum rétt á lámarks tryggingum um lífsviðurværi og samstöðu.
Það sem ég mundi ráðleggja fólki er þetta: Blanda geði við annað fólk, forðast áfengi, hugsa um börnin sín, missa sig ekki hvorki í einkalífi né á opinberum vettvangi. Taka þátt í friðsamlegum mótmælum. Fara inn í stjórnmálasamtök og flokka og reyna hafa árif með kurteisum og jákvæðum hætti og tillögum , eða þá bara til að hlusta og hitta annað fólk. Efla fjölskyldutengsl.
Margir eiga um sárt að binda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.3.2010 | 21:39 (breytt kl. 21:45) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð færsla..
Kveðja.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.3.2010 kl. 21:50
Góður pistill.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.3.2010 kl. 00:41
Ég legg til að fólk sem er með reynslu af svona basli eins og gjaldþrotum stofni félagsskap og komi á fót stuðningshópum fyrir fólk sem glímir nú við þessa hluti. Það er örugglega hægt að fá grunn að svona hópvinnu hjá samtökum sem eru með hópa vegna annarra vandamála.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.3.2010 kl. 01:40
Svo öllu sé til haga haldi þá varð ég ekki gjaldþrota. Ég keypti mér jörð og átti fyrir henni og fékk 660 ærgilda búmark viður kennt. Síðan byggði ég mér gott 30 kúafjós, en þegar átti ða fara nota búmarkið var búið að breyta því í fullvirðisrétt og af honum fékk ég ekkert. Ég þurfti því að heyja baráttu fyrir því að fá niðurstöðu í málið sem var sú að Jarðasjóður leysti til sín jörðina.
Það er þekking um tilfinningar fólks sem lendir í erfiðleikum hjá fagstofnunum en sjálfsagt alltaf hægt að nota reynslu annara.
En það er þá félagsmálaráðherra að hafa forustu um slíkt með sínu ráðuneyti
Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.