Lýðræðisskekkja í Reykjavík

Þetta er glæsilegur listi hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík og var einróma samþykktur á fundi.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum gilda eftirfarandi reglur um fjölda sveitarstjórnarmann í sveitarstjórnum miðað við íbúafjölda, lög nr. 45 1998:

12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
   a. þar sem íbúar eru innan við 200 3–5 aðalmenn,
   b. þar sem íbúar eru 200–999 5–7 aðalmenn,
   c. þar sem íbúar eru 1.000–9.999 7–11 aðalmenn,
   d. þar sem íbúar eru 10.000–49.999 11–15 aðalmenn,
   e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 15–27 aðalmenn.

Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi sem Þór Saari flytur er lagt til að fjöldi sveitarstjórnarmanni verði eftirfarandi mál nr. 15:

a.      þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
            b.      þar sem íbúar eru 1.000–4.999: 11 aðalmenn,
            c.      þar sem íbúar eru 5.000–24.999: 17 aðalmenn,
            d.      þar sem íbúar eru 25.000–49.999: 31 aðalmaður,
            e.      þar sem íbúar eru 50.000–99.999: 47 aðalmenn,
            f.       þar sem íbúar eru 100.000–199.999: 61 aðalmaður,
            g.      þar sem íbúar eru 200.000–399.999: 71 aðalmaður.

Í greinargerð með frumvarpinu og töflum kemur eftirfarandi fram um stöðuna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi:

 

Ísland Íbúar Sveitarstjórnarmenn
Reykjavík 119.547 15
Kópavogur 29.976 11
Hafnarfjörður 25.850 11
Akranes 6.609 9
Ísafjarðarbær 3.972 9
Akureyri 17.541 11
Fjarðabyggð 4.723 9
Fljótsdalshérað 3.695 11
Hornafjörður 2.112 7
Vestmannaeyjar 4.086 7
Árborg 7.922 9

 Það sem vekur athygli er mikið ójafnvægi milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Í Reykjavík er 119 þús kjósendur en ekki nema 15 sveitarstjórnarmenn. Í Kópavogi t.d eru 30 þús kjósendur og 11 sveitarstjórnarmenn. Þarna munar 4 sveitarstjórnarmönnum en 90 þús kjósendum. Það er áhugavert að skoða og velta þessum málum fyrir sér nú þegar lýðræðisumræðan er svona sterk.


mbl.is Listi sjálfstæðismanna í Reykjavík kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Sem betur fer eru þessi kvikindi ekki nema 15 í Reykjavík, og það er of mikið.

Hvað Þós Sari gengur til veit ég ekki, en hann er kanski að reyna að redda vinum sínum vinnu?

Hamarinn, 10.3.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það mætti einnig velta fyrir sér hvort ekki ætti að telja hverfisráðin með þar sem þau eru framlenging borgarfulltrúanna.
Þá er talan komin ískyggilega nærri fjölda Þórs Saari, nema þá kostnaður er langt frá launum borgarfulltrúa.

Þykir mér vert að ræða þessar hugmyndir Þórs Saari þó svo ég sé ekki endilega sammála honum alveg þarna. En það má alltaf skoða og ræða mögulegar breytingar til batnaðar.

Carl Jóhann Granz, 10.3.2010 kl. 23:34

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Mér finnst að öll bæjarfélög ættu að hafa sama fjölda af fulltrúum, og sýnist talan 9 vera alveg  nóg, sé ekki hvers vegna þarf fleiri hér í Reykjavík en á Kópaskeri til að mynda, gerir lítið annað en að fjölga auðnuleysingjum, á kostnað þeirra sem borga, og nóg rugla þeir sem eru fyrir með okkar fé samt, því miður, við veljum svo ylla í prófkjörum því miður. 

Magnús Jónsson, 11.3.2010 kl. 01:45

4 Smámynd: Hamarinn

Heyrðu nú Magnús.

Ert þú þá bara ekki að fjölga auðnuleysingjunum á Kópaskeri og minni stöðunum, en fækka þeim á stærri stöðunum.

Minni staðirnir hafa ekki efni á því að fjölga þeum.

Þvílíkt bull hjá þér. eins og alltaf,

Hamarinn, 11.3.2010 kl. 10:48

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þar sem fulltrúalýðræði er tíðkað svo sem  í verkalýðsfélögum, stjórnmálafélögum, sjómannafélögum, samvinnufélögum og búnaðarfélögum er ákveðin fastur félagafjöldi sem þarf til að koma að einum fulltrúa á þing eða fund hvar sem félagið er starfandi á landinu.

Gefum okkur að atkvæðavægi í Kópavogi sé rétt og sanngjarnt, 30 þús deilt með 11 sveitarstjórnarmönnum þá þarf 2727 kjósendur til að koma manni að.

Segjum svo að þessi reikniregla verði heimfærð upp á Reykjavík 15 sveitarstjórnarmenn x 2727 kjósendur=40905 kjósendur til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum.

Í Reykjavík eru 119500 kjósendur og aðeins þarf 40900 kjósendur til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum að samkvæmt Kópavogsreglunni þá eru eftir 79000 kjósendur.

Þá ganga af 79 þús kjósendur í Reykjavík sem raunverulega hafa engan kosningarétt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.3.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband