Jarðhiti

Þegar ég var að alast upp var sauðatað stungið út og það þurrkað til eldiviðar og brennt til upphitunar og til að elda mat.

Fólk gekk í ullarnærfötum og sparaði talsvert með því. En það hefur sennilega aldrei verið reiknað út hve mikið í krónum og aurum var sparað.

Það var gaman að sjá þegar reyk  lagði upp frá bæjunum í dalnum, þá vissi maður að fólk væri komið á fætur og farið að sýsla. Nú er engin reykur sjáanlegur á bæjum og engin veit hvort jarðirnar séu í eyði eða ábúð.

Aðalkosturinn við jarðhitann er hve hann mengar andrúmsloftið lítið. Þó er leiðinda brennisteinsfýla hér á höfuðborgarsvæðinu, stundum.

Menn hlógu dulítið að Magnúsi Kjartanssyni fv. iðnaðarráðherra heitnum, þegar hann stakk upp á því að farið væri að kynda hýbýli með rafmagni. Að því hlær engin nú og það er talið sjálfsagt að hita hús upp með rafmagni.

Ég bjó eitt sinn á jörð sem hafði jarðhita. Mér skilst að það geti gengið á slíkan orkuforða ef hann er ofnýttur.

Orkuverð til stóriðju þarf að vera í orsakasambandi við þá vöru sem framleidd er með orkunni. Og það ber brýna nauðsyn til að fullvinna álið sem hér er framleitt í verðmæta markaðsvöru.

Það væri gaman að það væri reiknað út, hve við gætum aukið rafmagn til ráðstöfunar til iðnaðar með því að gera könnun á því hve mikið við gætum minnkað rafmagnsnotkun án þess að líða fyrir það í búsetulegum skilningi og liði jafn vel.


mbl.is Jarðhitinn sparar 50 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband